31.12.06

Nýtt lag frá LBA-krapp

Hin gríðarlega áhrifaríka hljómsveit LBA hefur sett nýtt lag inn á hina vinsælu MySpace síðu sína. Eða eins og segir í fréttatilkynningu frá erlendum fjölmiðlafulltrúa sveitarinnar:

[kvót]
LBA
have posted a new song from the acclaimed album "Cannibal Nuns I" to their popular MySpace page, a song entitled "Gengid". Lyrically it deals with the foreign exchange rates of the Icelandic Krona as they were at 9:15 AM on the 16th of October in the year 1991. It features rare currencies such as the Portuguese Escudos and the Finnish Mark, as well as classic crowd-pleasing favourites including the Danish Krona and the Swiss Franc. All exchange rates are presented with an accuracy of at least 3 decimal places. The song itself features solid electric guitar work by Willy-with-short-hair-in-8th-grade accompanied by H.F. Olafsson's beautiful minimalistic percussion. Willy-with-long-hair-in-8th-grade delivers the exchange rates in his soothing baritone voice, which has since then become his world-wide trademark.

This song is yet another classic from one of Akureyri's all-time most influential bands.

[end kvót]

Áramótakrapp

Krappetíkrappið óskar sínum fjölmörgu æstu lesendum til sjávar och sveita til hamingju með árið.

Vegna einnar áskorunar: Áramótahvalurinn

14.12.06

Akureyrartónleikakrapp

Nú hefur hinn indæli drengur Gunni Jóh tekið málin í sínar hendur og mun lyfta Akureyrarkaupstað upp á óendanlega hátt menningarlegt plan með skipulagningu stórtónleika á laugardagskvöldið á Græna hattinum með Íbba Bjarklind og Lay Low. Æstir lesendur til sjávar och sveita eru hvattir til að mæta. Nánar hér.

Tetris-krappMér þætti gaman að vita hvort læknisfræðin eigi fræðilegt heiti yfir það ástand að þykja hver dagur ófullnægjandi nema tekist hafi a.m.k. einu sinni að slá hægh-skorið í Tetris. Þetta er allavega frekar sjúklegt ástand, því verður ekki neitað.

8.12.06

Pantera-krapp

Þó John Lennon og Dimebag Darrell úr hinni geðþekku þungarokkssveit Pantera eigi báðir dánarafmæli í dag, þá er enginn vafi á því hvor þeirra skildi eftir sig feitara gítarriff:

7.12.06

Alpakrapp

Hef þegar fengið eitt tilboð í "dörtí wíkend" skíðapakka frá Brynjari þýðverja (eða meira svona drög að tilboði). Ástæðan fyrir því er bongóblíða og snjóskortur í Ölpunum um jólin, sem þýðir auðvitað að fólk flykkist til Akureyrar í staðinn.

Mér sýnist þessi gaur skemmta sér samt ágætlega í ölpunum þó enginn sé snjórinn, þannig að Brinni þarf nú ekkert að örvænta (sérstaklega ekki þar sem hann á lederhosen).

5.12.06

Jólahvalskrapp

Á þessum árstíma er tilvalið að dusta rykið af jólahvalnum:

29.11.06

Skíðakrapp

Ég var kallaður út á svalir í gærkvöldi í hlákustíflulosunaraðgerðir til að reyna að forða fólkinu á neðri hæðinni frá bráðri drukknun. Fann þá þetta ægilega grýlukerti sem mér fannst tilvalið að deila með æstum lesendum.Síson 2 af Arrested Development er notað sem stærðarviðmið.

Um helgina fékk ég Jared vinnufélaga í heimsókn í "Akureyri dörtí wíkend" pakka og við brölluðum ýmislegt, þar á meðal að skella okkur á svigskíði. Ég hafði ekki snert slík skíði í allavega 15 ár, og kom sjálfum mér á óvart með ótrúlegum töktum í brekkunum. Miðað við mína fyrri reynslu þá má sennilega þakka það þessum nýju kúrvuskíðum frekar en því að ég hafi á öllum þessum árum hægt og rólega breyst í náttúrulegan skíðara. Játi lýsir þessu af sinni alkunnu snilld hér. Allavega, ef einhverjum öðrum æstum lesenda þyrstir í að taka með mér "en smutsig helg" á Akureyri með tilheyrandi sveittri svigskíða-aksjón, þá er ég í skránni.

22.11.06

LBA-krappÞeir sem vaða í villu och svima og halda að Nevermind með Nirvana hafi verið helsti tónlistarlegi menningararfur ársins 1991, þurfa ekki að leita lengra en á mæspeis síðu stórsveitarinnar LBA til að verða vitni að afgerandi afsönnun þess efnis.

2.11.06

Köben-krapp

Í Kaupmannahöfn gera innfæddir einstaklega mikið af því að hrækja á götuna í þann mund sem saklausir íslenskir túristar ganga framhjá þeim, og oftar en ekki beina þeir hrákunni í áttina að téðum saklausum túristum þó hún endi nú örugglega oftast á götunni. Það er samt spurning hvort þeir hafi með hrákunni verið að lýsa yfir vanþóknun sinni á Íslandi og öllu því sem það stendur fyrir eftir að hafa lesið Extrablaðið eða séð einhverja barbara tjoppa niður langreyði í sjónvarpinu. Eða hvort þeir eru bara sóðar.

Annars átti ég afmæli í fyrradag. Þessi klausa hérna fyrir ofan er bara yfirskin fyrir að geta komið því að svo ég fái fullt af saknaðarkveðjum í kommentakerfinu.

26.10.06

Äppelpaj-krapp

Æðstaráð Krappetíkrappsins lýsir hér með yfir fullum og skilyrðislausum stuðningi við sænskar tengdamæður sem kunna að búa til ekta äppelpaj með tilheyrandi vaniljsås, og hika ekki við að beita þeim kunskap reglubundið. Þessi minnihlutahópur hefur staðið höllum fæti undanfarið, og vill Krappetíkrappið því leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að leiðrétta það ástand.

21.10.06

Kramer-krapp

Var að hræra í einhverjum gömlum hörðum diski og fann þar meðal annars heimasíðuna "www.nett.is/~vilst" sem var óvéfengjanlegur miðpunktur veraldarvefsins um miðbik árs 1997. Í þeim pakka var mjög hressandi síða sem ég tileinkaði persónu Kramers úr Seinfeld þáttunum. Krýningardjásn hennar var hrúga af myndum þar sem ég hafði dundað mér við að (óaðfinnanlega) fótósjoppa Kramer inn á ýmis mikilvæg augnablik í mannkyns- og menningarsögu heimsins. Til dæmis var hann bæði viðstaddur embættistöku Lyndons B. eftir Kennedy morðið og kumpánlegan fund Fídels Castro og aðalritara Sovétríkjanna Nikítu Krútsjéf (sem er kannski ekki furðulegt miðað við að hann virðist líka hafa tekið virkan þátt í rússnesku byltingunni). Og hann hitti bæði Elvis og Ástþór Magnússon. Svakalegt? Smellið á Hans Óla til að upplifa dýrðina.

19.10.06

Hvammstangakrapp II

Núna stend ég í ströngu við að pressa buxurnar mínar og vaxa tærnar fyrir fyrirhugaða Kaupmannahafnarferð um þarnæstu helgi. Eina vafaatriðið sem eftirstendur er hvernig ég eigi að koma mér suður í flugið (það byrjar beint flug til Köben héðan helgina eftir að ég fer en ég vissi auðvitað ekki af því þegar ég var að plana þetta). Það vill svo skemmtilega til að ég hef einstaklega vafasama reynslu af því að ferðast í bíl á milli Ak og Rvk akkúrat á þessum árstíma, og því þarf ég að spyrja: vil ég virkilega gera það að árlegum viðburði að halda upp á afmælið mitt í félagsheimilinu á Hvammstanga? Flugið er sennilega öruggari kostur upp á veðrið að gera, og ef ég verð veðurtepptur á leiðinni þá verður það allavega ekki aftur á Hvammstanga.

Birti hérna tvær "delíted scíns" úr þessari hressandi Hvammstangaferð, fyrri myndin sýnir vel þá vitfirringu sem aðeins er hægt að finna í augum manns sem hefur verið fastur í bíl sínum í hátt í 2 klukkutíma, seinni myndin sýnir svo afmæliskökuna sem Amma Blandon bakaði handa mér við komuna til siðmenningarinnar og ég var ekki lengi að skófla í mig.

Í lokin ætla ég að deila einu með æstum lesendum sem ég veit í dag en vissi ekki í gær (og þar af leiðandi ekki heldur æstir lesendur), sem er að ég virðist vera búinn að þróa með mér ofnæmi fyrir hamborgarakryddi sem er komið meira en 2 ár fram yfir síðasta söludag. Ef það eru ekki gagnlegar upplýsingar, ja þá hvað? Edit: Hinn möguleikinn er að ég sé kominn með ofnæmi fyrir kettinum. Hólí krapp, þá vona ég frekar að það sé kryddið.

17.10.06

Afnotagjaldakrapp

Það að borga ekki afnotagjöldin af sænsku ríkissjónvarpi er að sjálfsögðu pönishjabúl bæ deþþð (eða spenkíng). Þá skiptir engu máli hversu mikill fátækur námsmaður viðkomandi er.

Ég annars sakna þess að finna kaldar svitaperlur spretta fram á ennið í hvert skipti sem einhver bankar ákveðið að dyrum (þ.e. ef það hafði spurst út á kampus að Radiotjänst Kiruna væri með rassíu í bænum) og þurfa að geta dulbúið sjónvarpið sem fiskabúr eða bakaraofn með nokkurra sekúndna fyrirvara. Gerði óneitanlega lífið meira spennandi.

Reyndar eru Svíar svo pólítíkallí korrekt að það þurfti alltaf að tilkynna fyrirfram hvar og hvenær yfirvöld myndu vera með hert afnotagjaldaátak, á síðu 666 í textavarpinu . Þeir gerðu reyndar fátækum íslenskum námsmönnum erfitt fyrir að fylgjast með þessu þar sem það stóð bara "Skövde vecka 47", og að sjálfsögðu tók hver sjálfs-virðandi íslendingur ekki í mál að aðlaga sig að þessu helv... vikusýstemi þeirra og vissi því aldrei hvenær vika 47 stóð yfir.

11.10.06

Weird Al-krappMitt uppáhalds móment er þegar Weird Al kaupir búttlegg VHS útgáfu af Star Wars Holiday Special af þeldökkum gangster í ekki-svo-myrku húsasundi. Ég hef nú ekki gengið svo langt í nördaskapnum að borga fyrir þetta krapp en ég dánlódaði því samt þegar ég bjó í Svíþjóð í einhverju Star Wars stundarbrjálæði. Náði aldrei að horfa á það allt í einum rykk, alltof pínlegt til þess, og var þá endirinn einna verstur þegar Lilja prinsessa brast út í (frekar falskan) söng þar sem hún boðaði frið og kærleika á jörðu. Það var hræðilegt. Og þökk sé nútímatækni þá geta lesendur Krappetíkrappsins núna notið þess í rauntíma! Mæli með því að spóla svona 2:15 mínútur fram í vídjóið.Annars þá hef ég ekki fundið mig svona sterkt í Weird Al texta síðan ég heyrði þetta lag. Það mun held ég ekkert toppa það.Now, every time I see him, well, he looks so grim
I guess it really must suck to be a rock star like him
What a pain in the butt to have so much success
Spending all his time moping and avoiding the press
But my girl can't get enough of his sullen demeanor
Like he's some bit tortured genius and I'm some kinda wiener

Well, my baby's in love with Eddie Vedder
She's got a thing for that Eddie Vedder
Tell me, what can he do that I can't do better?

5.10.06

Hár-krapp

Vegna fjölda áskorana hefur æðstaráð Krappetíkrappsins ákveðið að birta samsetta mynd af Stilla Vebba, eins og hann mögulega myndi líta út ef hann væri ekki algjörlega hugarfóstur æðstaprests Krappetíkrappsins. Eins og sést þá er þessi mynd tekin áður en atvikið með Rítu Hvússunum átti sér stað, því hárið fékk einkar slæma útreið í öllum hamaganginum og var látið fjúka.
Þetta bindi er greinilega mikill kostagripur. Algjör örlí-næntís gersemi.

1.10.06

Megakrapp

Ég ætla að deila einni algjörlega hæpóþettikal dæmisögu með æstum lesendum Krappetíkrappsins. Þetta er svona svipað og Jésú sagði frá í gamla daga, þetta er almenn frásögn sem lesendur geta tekið til sín og lært af ef þeir finna bita í henni sem höfðar til æsts lesanda, en því er alls ekki haldið fram að þetta hafi átt sér stað nokkurntíman eða nokkursstaðar.

Söguhetjuna í dæmisögunni mun ég kalla Stilla, eftirnafn Vebba, bara að til að persónugera hana fyrir æstum lesendum. Stilli Vebba. Stilli. Vebba. Það kemur í sjálfu sér þessari frásögn ekkert við, en þessi Stilli Vebba á einmitt föður sem heitir Vebbi Still. Það er skemmtileg tilviljun.

Allavega, Stilli býr í relatívt litlu samfélagi á landsbyggðinni, í relatívt litlu landi per kapítal. Þegar fór að nálgast helgi hugsaði Stilli sér gott til glóðarinnar að nú gæti hann hangið heima hjá sér í hundrað-og-einn staðsettu íbúð sinni og borðað súkkulaði og glápt á innihaldssnauða ameríska sjónvarpsþætti á DVD. En þegar kallið kom á föstudagskvöldinu þá stóðst hann ekki mátið og fór á svakalegt fyllerí með bróður sínum þar sem farið var á svínfeita stónerrokk tónleika með Valdísku hljómsveitinni Pain Brolice og tekið sveitt trúnó inn á klósetti með Helga Magra. Daginn eftir var Stilli því frekar óhress og hugsaði sér því ennþá meira gott til glóðarinnar að geta tekið laugardagskvöldið í súkkulaði/DVD vitandi að hann hafði lagt sitt af mörkum til aukins hagvaxtar í bænum með gegndarlausu sulli sínu kvöldið áður.

En auðvitað endaði laugardagskvöldið með því að hann stóð sauðdrukkinn inn á Affi Kak með félögum sínum og dansaði villt breik undir seiðandi undirspili Hassbunter, sem var mættur á svæðið með sumarsmellinn Oten Banna. Þegar því geimi lauk þá æsti Stilli meðsukkendur sína í eftirpartí í hinni frábærlega hundrað-og-einn staðsettu íbúð sinni, þar sem blandaðir voru Rite Whussian drykkir fram undir morgun (nót tú self: það er hægt að kaupa G-mjólk í BSO) og últrafeitt rokk blastað í græjunum, önuga kallinum á efri hæðinni án efa til mikillar gleði.

Öll góð eftirpartí taka samt enda þegar fram líða stundir og að lokum var Stilli orðinn einn í frábærlega hundrað-og-einn staðsettu íbúð sinni, ennþá með nægilegt hráefni í sjötíu Ríta Hvússa. Stilli reyndist samt það skynsamur að hann burstaði tennurnar vel og vandlega, og lagði sig svo til hvílu í sínu tvíbreiða rúmi.

Þegar Stilli vaknaði daginn eftir rifjaði hann upp ævintýri helgarinnar í kolli sér og brosti kíminn út í annað. Hvað er annað hægt eftir að hafa twistað hlandsveittur við besta sænska júrótrasj sem fyrirfinnst norðan Langjökuls? Brosið breyttist þó fljótt í hryllingssvip þegar Stilli minntist þess að hafa dreymt að hann lægi í sínu fína tvíbreiða rúmi í frábærlega hundrað-og-einn staðsettu íbúð sinni og kastaði upp eins og það væri enginn morgundagur. Í draumnum sá hann hálfmelta Ríta Hvússa þjóta framhjá eins og rjómagulir formúlubílar frá Makklaren. Það var ekki falleg sjón. Sem klippt út úr einhverri amrískri ógeðisgamanmynd þá uppgötvaði hann auðvitað þegar hann skimaði yfir fína tvíbreiða rúmið (og fór samstundis að anda með nefinu) að þetta var hreinlega enginn draumur. Krúttlegu rúmfötin sem tengdamóðir hans hafði gefið honum í jólagjöf fyrir tveimur árum voru útötuð í verulega andstyggilegri ælu. Á einhverjum tímapunkti um nóttina hafði hann bókstaflega hörlað innyflunum yfir fína tvíbreiða rúmið og ekki einu sinni haft fyrir því að snúa sér á hina hliðina heldur bara haldið áfram að sofa.

Þarna hefði verið einstaklega viðeigandi ef konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar hefði vippað sér inn um dyrnar og tekið stefið úr Psycho með brjálæðislegan glampa í augunum. En í staðinn þurfti Stilli að "vakna og finna lyktina af kaffinu" eins og sagt er, rífa utanaf rúminu og fara síðan í ákaflega langt Crying-game-legt bað. Núna stendur hann án efa hokinn fyrir framan hálftómu Kahlua flöskuna og veltir fyrir sér tilgangi lífsins.

Það er engin góð dæmisaga án boðskapar, en í þetta skiptið vil ég að æstir lesendur setji sig í spor einhvers sem er annt um títtnefndan Stilla Vebba, og vilji veita honum góð ráð eftir þessi ævintýri næturinnar. Hvað myndir þú ráðleggja Stilla Vebba ef hann stæði á þröskuldinum hjá þér með útældar axlir og botnfylli af Halkhúa í flösku og játaði þessa atburði fyrir þér með tárin í augunum?
 • Taktu matarvenjur þínar til gagngerar endurskoðunar.
 • Taktu drykkjuvenjur þínar til gagngerar endurskoðunar.
 • Hættu þessu væli og flyttu út til Svíþjóðar til kærustunnar, þar vaxa meinhollar Kebab-pítsur á trjánum og boðið er upp á ríkisniðurgreidda staði sem spila Boten Anna allan sólarhringinn til að halda þegnunum hressum.
 • Ekki nota G-mjólk til að blanda Ríta Hvússa.
Af gefnu tilefni ætla ég ekki að láta mynd fylgja þessari færslu (enda hvar ætti ég svosem að fá mynd, Stilli Vebba er alveg greinilega uppspuni frá rótum).

28.9.06

Weezer-krapp

Mér hefur nýlega orðið það ljóst að Uppáhalds Platan MínTM a.k.a. Besta Plata Allra TímaTM á 10 ára útgáfuafmæli um þessar mundir. Æstir lesendur gera sér án efa grein fyrir því að þarna er ég að vísa í hið ódauðlega meistaraverk Pinkerton með hljómsveitinni Weezer, sem kom út þann 24. september 1996. Þá var ég reyndar nýbúinn að fá mér fyrstu plötuna með Korn og var á leið inn í þriggja ára tímabil af nonstopp "fimm-reiðum/misnotuðum-ungum-mönnum-frá-Kaliforníu"-hljómsveitum, og ég held að ég hafi ekki heyrt Pinkerton í heild sinni fyrr en svona 4 árum síðar, en það reyndist þá líka vera upphafið á fallegri vináttu. Hápunkturinn á tónlistarferli mínum hingað til (fyrir utan glæstan feril með OHGEATH) var síðan þegar ég rústaði El Scorcho í pínulitlum karaóke-bás út í Japan í fyrra. Ég ætti kannski að fá Sinfóníuhljómsveitina til að flytja plötuna með mér í heild sinni í Höllinni, það yrði ekki það vitlausasta sem það lið hefur látið plata sig út í.Ég mun í tilefni af þessum tímamótum tileinka þessari skífu næsta swissmokka sem ég fæ mér á Bláu könnunni. Það ætti að vera öllum ljóst að ég tileinka ekki swissmokka hverju sem er.

24.9.06

Flókakrapp

Nú þegar hvergi er lengur hægt að kjósa Magna þá skilur það óneitanlega eftir gapandi sár á sjálfsímynd kosningaóðra Íslendinga. Til að setja sýndar-plástur á það sýndar-sár þá má benda á að nú er hægt að kjósa hinn íslensk-norska handboltakappa Hörð Flóka Ólafsson sem leikmann mánaðarins á heimasíðu Elverum håndball. Sem "Begrunnelse" er tilvalið að setja "Fördí han er íslænning" eða "Han er kjæmpebra í Championship Manager 4".

22.9.06

Kattarkrapp

Á þessum síðustu og verstu grasekkilstímum er það hlutskipti sambýlings míns að sjá til þess að ég sökkvi ekki niður í hyldýpi vesældar og vannæringar. Þessi sambýlingur er kötturinn Alfons, betur þekktur sem "The Fonz". Fyrirmyndarköttur í alla staði.Eins og sést þá hefur Fonsi a.m.k. þrjú fyrirsætupós (öfugt við eitt fyrirsætupós hjá mér): "Virðulegur", "Ógnandi yfirvegun" og "Dúlla". Það er alltént mjög hressandi að fá að njóta reglulegra samskipta við kött á ný eftir langt hlé, eða allt frá því að Halla Búbúkisi var og hét. Ég þakka því innilega háæruverðuguum leigusala mínum Balla fyrir að láta ábyrgð á velferð kattarins fylgja með íbúðinni.

19.9.06

Keiv-krapp

Um helgina gerði ég mér bæjarferð á félaga Nick Cave í örvæntingarfullri tilraun minni til að halda mér hipp och kúl-um. Held svei mér þá að sú tilraun hafi tekist ágætlega. Þetta gigg náði nú samt ekki sömu hæðum og Broddvei hér um árið, af eftirfarandi ástæðum (í punktaformi):
 • Stærri tónleikastaður er í þessu tilfelli mínus (þó Broddvei sé ekki laus við að vera asnalega hannaður).
 • Lakara lagaval, þ.e. minna af Boatman's call og No more shall we part, sem eru þær plötur sem ég hef hlustað mest á. Reyndar má svosem segja að það sé plús að giggið hafi þá allavega ekki verið einhver endurtekning frá því síðast. Þau lög sem hann tók af Murder Ballads voru mikið breytt frá því sem á plötunni (minnir að það hafi verið svipað á Broddvei), sem var samt bara ágætt, þau lög eru sögur og það á ekki alltaf að segja sömu söguna eins.
 • Óverdós af fiðlu/trommu/píanóglamurshamagangi (fannst eins og helmingurinn af lögunum endaði í einhverri þannig orgíu, sem varð svolítið þreytt til lengdar).
 • Tókst ekki alltaf að fá fyllingu í lögin með svona fáum hljóðfærum (næst vil ég fá Bad Seeds eins og þeir leggja sig).
Samt var þetta alveg... ágætt. Gaman að sjá karlinn grínast með óskalagaframíköllin.

Ef þetta skyldi ekki vera nóg til að bústa upp hipp-och-kúl statusinn, þá fór ég eftir giggið ásamt fylgdarliði á öldurhúsið "Kaffibarinn" til frekara sumbls. Þar fékk snúður hússins DJ Margeir að sjálfsögðu stóran mínus í kladdann þegar RobbiK bað hann um að spila stórsmellinn "Boten Anna" og fékk svarið að hann ætti það ekki til! Hvernig getur plötusnúður með snefil af sjálfsvirðingu ekki verið með svona ódauðlegt listaverk í safninu? Ef ég gæfi mig út fyrir að þeyta skífum þá væri ég löngu búinn að láta græða USB lykil með þessu lagi innanborðs undir húðina á handarbakinu á mér, til að geta vippað fram í svona tilfellum. Ef að fólkið vill "Boten Anna", þá skal fólkið fjandakornið fá "Boten Anna".

En mikið ósköp þarf ég að redda mér nýju áhugamáli, þetta sænska júrótrash-æði mitt er alveg á barmi þess að verða þreytt.

15.9.06

Þjóðverjakrapp

Ég hvet æsta lesendur Krappetíkrappsins til sjávar och sveita að lesa um samskipti Brynjars í Þjóðverjalandi og þarlendra sjálfskipaðra löggæslumanna. Nú veit ég alltént hvernig hægt er að koma orðunum "úlfaldaflær" og "endaþarmur" í einu og sömu þýsku setninguna.

Þessi sami Brynjar mátti ekki vera að því að ræða við mig í gegnum Skilaboðaskjóðuna í dag þar sem hann þurfti að flýta sér heim til að sauma tölu á leðurbuxurnar sínar sem hafði dottið af í einhverjum hamagangi. Því Oktoberfest byrjar á morgun og mér skildist á honum að enginn bæverji með snefil af sjálfsvirðingu læti sjá sig á henni í biluðum lederhosen.

9.9.06

Júrótrash-krappHinn virti sænski listamaður Basshunter, sem færði okkur sumarsmellinn Boten Anna, hefur nú ælt út öðru meistaraverki, Vi sitter i Ventrilo och spelar DotA. Til að útskýra heiti lagsins má benda á að DotA í þessu samhengi er kort fyrir World of Warcraft tölvuleikinn, og Ventrilo er forrit sem netspilunarnördar nota til að tala saman í gegnum heddsett. Það er því nokkuð ljóst að þetta toppar Boten Anna hvað nördafaktorinn varðar, en á hinn bóginn nær það ekki sömu epísku gæðum hvað varðar söguþráð og almenna dramatík. En það er hins vegar hressandi að verða vitni að svona samkrulli af sveittum LAN-sessjónum og sænskum hnakka-dóminerandi reifpartíum.

8.9.06

AugnabrúnakrappVinir mínir á Aftonblaðinu færa mér góðar fréttir í dag, að þykkar og voldugar augabrúnir séu komnar í tísku (að hætti Brooke Shields). Eini gallinn er að þessi frétt skuli koma viku of seint, því hefði hún verið orðin almannarómur um síðustu helgi hefðu dyraverðirnir á Sturekompaniet ekki verið lengi að vippa mér og mínum massífu brúnum inn fyrir. Hefði kannski getað komist inn á VIP-svæðið með öllum Big Brother keppendunum, hver veit?

7.9.06

Frekara Mastermænd-krapp

Ég er búinn að bæta við ohgeathslega kúl ULTIMATE GRAND MASTERMIND banner hérna við hliðina (bjó hann til alveg sjálfur) svo æstir lesendur hafi greiðan aðgang að þessum tímamótum á sviði stafrænnar afþreyingar. Reglurnar eru svo hérna ef einhver skyldi taka þessari áskorun, en ég efast um að þær hjálpi þar sem ég veit ekki um neinn sem hefur getað spilað þetta af einhverju viti án þess að ég sitji eina kvöldstund með viðkomandi og útskýri lögmál leiksins fyrir honum.

Krappetíkrapp-krapp (krapp?)

Til að róa æsta lesendur Krappetíkrappsins mun nú verða útlistað það sem á daga Æðstaprestsins hefur drifið síðan við skildum við hann síðast.

Þar-þar síðasta helgi átti að vera róleg helgi heima með kettinum, eftir að búið var að skila Bönnu litlu í flug til Svíþjóðar (þar sem hún mun eyða næstu fjórum árum í að læra plöntuheiti utanað). Það breyttist þegar kall kom frá RobbaK og Vara frænda um sameiginlegt svallafmælispartí á sjálfri menningarnótt. Eins og svallið væri ekki nóg fyrir. Í stuttu máli sagt þá sannaði þetta svallpartí hið fornkveðna máltæki "aldrei geta laganna verðir í gott teiti of oft komið." Þessi hópur af mökkölvuðum unglæknum sem dómineraði geimið undir það síðasta var nefnilega ótrúlega fljótur að gleyma því að pólísen hefði komið í heimsókn og það leið ekki á löngu þangað til græjurnar voru aftur komnar á sinn fyrra styrk. Ég á því miður enga mynd af þessum látum, en get í staðinn birt þessa mynd hér, og með henni fylgir textinn "Myndir þú treysta þessum manni fyrir barninu þínu?".Þar-síðasta helgi var síðan dómineruð af sveittri tjaldútilegu í Norður-Englandi, þegar Æðstipresturinn skellti sér ásamt Bönnu á Leeds Festival tónlistarhátíðina (sem er sama hátíð og Reading nema ekki í Reading heldur í Leeds). Þar upplifðum við marga misgóða tónleika, flesta mjög góða og suma ólýsanlega góða (held að tónleikunum verði gerð betri skil í sérstöku krappi). Þetta var í þriðja skiptið sem við fórum á þessa hátíð þannig að ég var orðinn nokkuð sjóaður í því að halda mér góðum með vel balanseruðu matarræði þar sem skiptust á heilsufalafelsamlokur úr Marks & Spencer annars vegar og kjúklingur og chips með mikilli brúnni sósu hins vegar. Með þessu drakk ég örugglega 10 sinnum meiri bjór en í öll hin skiptin sem við höfum verið þarna. Læt það reyndar fylgja sögunni að á hinum hátíðunum drakk ég samtals einn bjór (enda var ég ungur þá) en hef örugglega náð að sprengja tuginn í þetta skiptið. Verst að þetta var óttalegt piss þannig að ég hefði svosem alveg eins getað sleppt þessu.

Allavega, engin var myndavélin hér heldur, þannig að í staðinn kemur eitthvað krapp sem einhver annar tók og ég stal.Um síðustu helgi fór ég svo aftur til útlanda, og þá var ferðinni heitið til Svíþjóðar í vinnu-svallferð að hitta alla þessa Svía sem höfðu gert sér lítið fyrir og keypt fyrirtækið mitt. Þarna naut ég góðs af því að kunna sænsku og gat baktalað langflesta íslensku vinnufélaga mína án þess að þá grunaði neitt. Geimið fór fram út í Stokkhólmska Skerjagarðinum, sem er nú bara mun hrottalega flottari staður en ég hafði ímyndað mér. En eins og venjulega þá var passlega langt liðið frá síðustu Svíþjóðarferð til að ég næði að gleyma því að sænskum mýflugum finnst ég einstaklega ljúffengur. Þannig að eftir eina kvöldstund undir beru lofti í stuttbuxum þá var ég orðinn hrottalega sundurnagaður (þær eru samt hrifnari af hægri löppinni en þeirri vinstri, verðugt rannsóknarefni). Krappetíkrappið er bara bannað innan 14 þannig að ég ætla að hlífa æstum lesendum við myndum.

Seinna kvöldið í Stokkhólmi náði ég síðan að upplifa það að hanga lengi vel fyrir utan gríðarlega trendí næturklúbb á Stureplan án þess að vera hleypt inn. Mjög gefandi lífsreynsla. Hefði reyndar örugglega getað sagt að ég þekkti RobbaK og verið hleypt inn á nóinu.

Blessunarlega endaði ég á einhverjum ó-trendí írskum pöbb í staðinn þar sem fríður hópur vinnufélaga minnna fylkti liði á dansgólfið þegar hinn ódauðlegi smellur Boten Anna hljómaði (ég var búinn að undirbúa fólkið vel fyrir ferðina). Það hefur verið minn heitasti draumur síðan RobbiK kynnti mig fyrir þessu lagi að fá að breika við það á dansgólfi í heimalandi þess.

Lýk þessu með rómantískri mynd af tveimur vinnufélögum mínum. Frygðin geislar hreinlega af þeim.

22.8.06

FlöskubotnakrappMiðstjórn Krappetíkrappsins fylgist sérstaklega vel með því sem stendur í dálknum "heitt & kalt" í karlablaðinu Birtu sem fylgir með Frjettablaðinu, ekki vegna djúprar löngunar til að haldast hipp och kúl, heldur býður þessi dálkur oftar en ekki upp á einstaka afsökun fyrir hneykslun og pirringi á dómgreindarleysi höfundarins (t.d þegar því er haldið fram að túrkís-blátt sé inni löngu eftir að allir í London voru búnir að skipta yfir í appelsínugult).

Núna í síðasta tölublaði (þessu með sæta bankastjóranum á kóverinu) innihélt téður dálkur enn eina ærna ástæðu til pirrings, þar sem "FLÖSKUBOTNA-GLERAUGU" voru sett í "Við stofuhita"-flokkinn. Eða eins og segir "... þú [átt ekki] að ganga yfir strikið og verða einhver nörd með því að setja upp þykk gleraugu." Höfundur þessa texta er greinilega á því að fólk kjósi af fúsum og frjálsum vilja að ganga með sterk gleraugu og það sé ekkert tengt því að gera þeim kleift að starfa sem nýtir þjóðfélagsþegnar. Það síðan að blanda hinni virtu starfsstétt "nördum" inn í þessa umræðu er einstaklega lágkúrulegt. Því hvað hefur það með meintan "nördahátt" að gera þó viðkomandi noti gleraugu? Þó bæði ég og Sponni frændi séum með gleraugu OG höfum spilað Dungeons & Dragons okkur til dægrarstyttingar þá hvorki sannar það né afsannar neitt.

Hvað er næst? "Gangráðar eru fréttir gærdagsins, notaðu tækifærið og láttu henda gamla skriflinu úr brjóstkassanum næst þegar það þarf að skipta um rafhlöðu."

Ég er farinn heim.

11.8.06

Napóleónskrapp


Góðvinur minn Rúnar Leifsson ég meina Napóleon hjá Letterman.

12.7.06

Svía-Heklukrapp

Hefst þá krappið á ný eftir stutta sumarpásu.

Við fengum Svía í heimsókn eins og hægt var að lesa út úr einhverri af síðustu kröppum. Þar var á ferðinni sænskur bekkjarbróðir ásamt spúsu sinni, sem vildu ólm "teik itt tú ðe maxx" á ferð sinni um Ísland. Þau voru því búin að plana ferð upp á hinn fruntalega hipp och kúl Hvannadalshnjúk, en vegna veðurs þá varð ekkert úr því. Í sárabót gerðum við heiðarlega tilraun til að klífa Heklu, sem nú verður að eilífu fest í bæti á veraldarvefnum í þessari skemmtilegu og lifandi myndaseríu.

Það er frekar erfitt að festa veður á filmu, þannig að ég efast um að það komist vel til skila þarna. En veðrið var sumsagt frekar flippað þennan daginn, rok, rigning, snjóbylur og sól til skiptis (að sjálfsögðu stundum allt í einu). Það varð einstaklega hvasst þegar ofar dró, svo hvasst að við þurftum að gefast upp á ögurstundu og snúa við (og þá var líka hressandi að hafa vindinn í bakið).

Hanna að tjilla með hrauninu.
Brattur uppförsbacke.


Anna hin sænska í uppförsbackanum.


Hanna að halda í húfuna sína.


Hanna uppi á "toppnum" (eða þeim topp sem við komumst á). Þessi mynd átti held ég að fanga það hversu vel hvessti þarna uppi. Mér finnst hún koma því einstaklega vel til skila.


Sama hér, Markus hinn sænski í hvassviðrinu.


Ferðin niður.


Hanna með vindinn í bakið.


Æðstiprestur Molans í kröppum dansi.


Tjillað að lokinni göngu í utanvegarsaksturshjólförunum.


Í heildina séð nokkuð hressandi göngutúr. Markúsi hinum sænska þótti reyndar mínus að komast hvergi í fljótandi hraun. Tökum það næst.

25.5.06

Elgskrapp

Hvergi annarsstaðar í gjörvallri veröld væri hægt að finna svona fyrirsögn nema í hinu yndislega sænska aftonblaði:Ef ég helgaði allan minn frítíma drykkjuleik þar sem ég tæki einn sopa í hvert skipti sem orðin "terror", "raseri", "mobbning", "attack", "skandal" eða "kaos" poppuðu upp í fyrirsögn hjá þessum snillingum, þá væri ég fyrir löngu flosnaður upp úr vinnu.

22.5.06

SnjókrappÉg þurfti þetta bildbevis til að geta sannfært Svíana sem ég fæ í heimsókn í næstu viku að skilja ekki långkalsongerna eftir heima.

Bösskrapp

Skemmtilegt að fara inn á Vísi og sjá þessa tvo kumpána á sömu síðu. Óneitanlega vottur af fjölskyldusvip þarna á ferðinni.

Exxhibbit 1


Exxhibbit 2

19.5.06

Framsóknarkrapp

Það er nú ekki annað hægt en að minnast á þetta. Afi gamli bara flottur á því í framboði. Ef þetta hefði verið hann á Hömmernum fræga þá hefði hann allavega haft einhverja afsökun fyrir að parkera í "fatlaða stæðið". Veit reyndar ekki betur en að hann sé ennþá að keyra, en þá frekar á einhverjum asískum smábílum heldur en amerískum trukkum.

Bæ ðe vei, ef einhverjum einhvern langar til að sjá mynd af mér og Halldóri þá þarf ekki að leita lengra en hingað. Eins og sést þá erum við allir ohgeathslega kátir með að fá þetta fótó-opp með æðstaprestinum. Ég þá einna helst, enda nýbúinn að fá góðlátlegt klapp á öxlina frá ráðherranum fyrir það eitt að vera af framsóknarkyni í aðra ættina (mamma er nefnilega kommúnisti).

16.5.06

ÁdíósleivkrappÉg heimta að það verði sett alþjóðleg lög sem banni Audioslave að taka Rage against the machine lög. Þetta er næstum því eins hræðilegt og þegar þeir tóku Killing in the name á Live8 í fyrra. Ég hef reyndar alveg gaman af Audioslave þegar þeir taka eigin lög (þó þeir nái auðvitað hvorki upp í Soundgarden né RATM), en ég fatta ekki þetta dómgreindarleysi að láta sér detta sér í hug að láta Chris Cornell fara með sömu línur og Zack gerði í gamla daga sællar minningar.

Ég og Hanna stefnum einmitt ótrauð á að fara hingað í lok ágúst, þar sem einmitt títtnefndir Ádíósleiv verða að spila. Áður en til þess giggs kemur þá verð ég eiginlega að koma með einhverja neyðaráætlun ef þeir fara hreyfa við þessum forna menningararfi RATM.

Gaman samt að segja frá því að á nákvæmlega sömu hátíð árið 2000 sá ég RATM á sviði í fyrsta og eina skipti. Það var ákaflega hressandi þó þeir hafi spilað alltof stutt eins og vill verða á svona hátíðum. Þeir tónleikar voru þriðju síðustu tónleikar RATM þannig að ég sé ekki eftir að hafa gripið gæsina á meðan hún gafst.

14.5.06

Brettakrapp

Jó jó. Sú merku tíðindi berast að exxstrím-sport-geirinn* sé í uppnámi vegna sterkrar innkomu minnar inn í þann merka söbbkúltúr sem eru snjóbretti. Tékk itt át (efst till höger). Jó jó.

Vonandi eru þetta ekki mín síðustu orð í þeim ævarandi-hringsnúandi suðupotti sem eru exxstrím íþróttir.

* Exxstrím-sport-Geiri. Harharhar.
Gæludýrakrapp

Kannanir sýna að það er fátt sem gleður æsta lesendur Krappetíkrappsins meira en krúttleg gæludýr í sínu náttúrulega umhverfi (nema auðvitað ULTIMATE leikjaröðin eins og hún leggur sig).

Fyrirsætur:
 • Banna Hlandon (heimasæta)
 • Snædís Ugla Megadeth (hefðarköttur), ath. að þetta er stafað Megadeth, eins og hljómsveitin.
 • Úlfur (hundur og slefberi)

10.4.06

Meira mastermændkrapp

Til að létta þessu fruntalega álagi sem ULTIMATE GRAND MASTERMIND prevjúwið olli á Krappetíkrappinu (sjá aths. við síðustu færslu) þá hefur verið ákveðið að sleppa beta-útgáfu af spilinu til að seðja sárasta hungrið.

Sækið krappið HÉR (þarf reyndar svokallað .NET freimwork líka sem má nálgast hér)

Til að þetta stæði almennilega undir nafni sem beta-útgáfa þá hefur 5 handahófskenndum böggum verið stungið inn í forritið hér og þar. Vegleg fundarlaun í boði.

Öppdeit:
Til að einhver annar en Halez geti spilað þetta krapp (og ég veit að áhuginn er fyrir hendi hjá æstum lesendum) þá er víst ekki verra að skella inn reglunum í stuttu máli:

1. Í hverjum leik er tölvan á bakvið tjöldin búin að formúlera fjórar samsetningar af formi/lit og raða þeim í ákveðna röð (reiti 1-4). Um 5 mismunandi form/liti er að ræða.
2. Markmið leiksins er að nota rökhugsun til að "krakka kóðann" hjá tölvunni.
3. Fyrir hverja tilraun við að krakka kóðann gefur tölvan einkunn eftir þessu kerfi:
 • Svartur - rétt samsetning af formi/lit á réttum stað
 • Hvítur - rétt samsetning af formi/lit á röngum stað
 • Blár - annað hvort form eða litur er réttur og á réttum stað, en samsetningin (þ.e. hitt formið/liturinn) er ekki rétt.

Hægt er að fá eitt merki fyrir hvern reit, þ.e. mest 4 stk.

"Skemmtilegra en Sudoku og sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins samanlagt."

8.4.06

ULTIMATE MASTERMIND-krapp

Hér er smá prevjúv af nýjustu afurðinni í hinni margfrægu röð ULTIMATE-tölvuleikja (sem hingað til hefur aðeins hýst hið frábæra ULTIMATE 10.000).

Má ég kynna: ULTIMATE GRAND MASTERMIND.Ég er viss um að æstir lesendur Krappetíkrappsins eru nú í óða önn að þurrka slefið af lyklaborðinu, sem þangað lak í geðshræringunni yfir að þessi tölvuleikur sé væntanlegur á markað. Fylgist því með.

30.3.06

Borðspilakrapp

Ég er einföld sál, og eins og með aðrar einfaldar sálir þá þarf ákaflega lítið til að gleðja mig.

Eftir Mastermænd-orgíuna sem æstir lesendur hafa allsennilega lesið um í síðustu færslu, þá fór ég á stúfana um undraheima veraldarvefsins að reyna að finna eitthvað sniðugt um svona týpísk borðspil. Rakst ég þá á síðuna boardgamegeeks.com. Eins og nafnið gefur til kynna þá var þetta akkúrat það sem ég var að leita að og meira til. Allar síður sem hafa orðið "geek" í addressunni geta ekki annað en verið góðar. Eyddi ég þar góðum tíma í að rúnta niður borðspila-memórílein og fann m.a. þessa gullmola:

Landmannsspilið
Gamall skandinavískur klassíker sem gengur út á að eiga bóndabæ, sá korni og kartöflum og uppskera. Ná þá að lokum æðsta takmarki spilsins, sem er að sleppa úr viðjum smábóndans og verða óðalbóndi í stórri höll. Eins og gefur að skilja er þetta spil (eins og svo mörg önnur) litið hornauga af öllum þenkjandi sósíalistum þar sem markmiðið er að safna að sér eins miklum veraldlegum gæðum og hægt er, og níðast á öðrum spilurum sem minna eiga. Þyrfti kannski að útbúa sérstaka samyrkjubúsútgáfu?Hamstraspilið
Þetta er spil sem gerir þig að betri manni. Ef ég hefði ekki átt þetta og spilað af kappi hefði ég án efa leiðst inn á sollafengna braut eiturlyfja og sódómískra lifnaðarhátta. Í þessu spili hefur þú kost á því að hjálpa öðrum, sem þá hjálpa þér á móti seinna meir. Ef þú hjálpar engum þá færðu að sjálfsögðu enga hjálp. Það hefur líka sýnt sig að þeir siðblindu einstaklingar sem hjálpa engum (sem dæmi má taka Dabba Franz) fá makleg málagjöld að lokum.

Ég vil meina það að það enginn geti talið sig vera heilsteypta manneskju fyrren búið er að spila þetta spil að minnsta kosti einu sinni.Lost valley of the dinosaurs
Þetta spil hefur öðlast auknar vinsældir í seinni tíð, ekki síst fyrir þær sakir að það gengur aðallega út á það að eyðileggja fyrir hinum spilurunum, sem gerir það einstaklega hentugt í að gera upp óuppgerðar sakir sem ekki hefur tekist að leysa úr í hinu raunverulega lífi. Fátt eitt eins gaman og að láta hina hræðilegu flugeðlu pikka upp menn úr liði andstæðingsins og henda beint í ginið á glorsoltnu fenjaskrímslinu. Þetta hljómar nákvæmlega jafn skemmtilegt og það í rauninni er!

Axis & Allies
Ég keypti þetta spil fyrir nokkrum árum og hef að ég held spilað það tvisvar. Það gerir u.þ.b. 3.500 ISK per skipti ef ég deili niður kaupverðinu. Þannig að æstir lesendur eru eindregið hvattir til að hafa samband við Krappetíkrappið og koma í kring smá Axis&Allies-stefnumóti. Helst mætti það vera heil helgi. Reyndar miðað við viðbrögðin við boðinu að spila einn snöggan Grand MasterMind þá á ég ekki von á mörgum tilboðum.Gay Monopoly
Ókei ég á reyndar ekki þetta, en væri meira en til í að prófa.