26.10.06

Äppelpaj-krapp

Æðstaráð Krappetíkrappsins lýsir hér með yfir fullum og skilyrðislausum stuðningi við sænskar tengdamæður sem kunna að búa til ekta äppelpaj með tilheyrandi vaniljsås, og hika ekki við að beita þeim kunskap reglubundið. Þessi minnihlutahópur hefur staðið höllum fæti undanfarið, og vill Krappetíkrappið því leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að leiðrétta það ástand.