19.5.06

Framsóknarkrapp

Það er nú ekki annað hægt en að minnast á þetta. Afi gamli bara flottur á því í framboði. Ef þetta hefði verið hann á Hömmernum fræga þá hefði hann allavega haft einhverja afsökun fyrir að parkera í "fatlaða stæðið". Veit reyndar ekki betur en að hann sé ennþá að keyra, en þá frekar á einhverjum asískum smábílum heldur en amerískum trukkum.

Bæ ðe vei, ef einhverjum einhvern langar til að sjá mynd af mér og Halldóri þá þarf ekki að leita lengra en hingað. Eins og sést þá erum við allir ohgeathslega kátir með að fá þetta fótó-opp með æðstaprestinum. Ég þá einna helst, enda nýbúinn að fá góðlátlegt klapp á öxlina frá ráðherranum fyrir það eitt að vera af framsóknarkyni í aðra ættina (mamma er nefnilega kommúnisti).

16.5.06

ÁdíósleivkrappÉg heimta að það verði sett alþjóðleg lög sem banni Audioslave að taka Rage against the machine lög. Þetta er næstum því eins hræðilegt og þegar þeir tóku Killing in the name á Live8 í fyrra. Ég hef reyndar alveg gaman af Audioslave þegar þeir taka eigin lög (þó þeir nái auðvitað hvorki upp í Soundgarden né RATM), en ég fatta ekki þetta dómgreindarleysi að láta sér detta sér í hug að láta Chris Cornell fara með sömu línur og Zack gerði í gamla daga sællar minningar.

Ég og Hanna stefnum einmitt ótrauð á að fara hingað í lok ágúst, þar sem einmitt títtnefndir Ádíósleiv verða að spila. Áður en til þess giggs kemur þá verð ég eiginlega að koma með einhverja neyðaráætlun ef þeir fara hreyfa við þessum forna menningararfi RATM.

Gaman samt að segja frá því að á nákvæmlega sömu hátíð árið 2000 sá ég RATM á sviði í fyrsta og eina skipti. Það var ákaflega hressandi þó þeir hafi spilað alltof stutt eins og vill verða á svona hátíðum. Þeir tónleikar voru þriðju síðustu tónleikar RATM þannig að ég sé ekki eftir að hafa gripið gæsina á meðan hún gafst.

14.5.06

Brettakrapp

Jó jó. Sú merku tíðindi berast að exxstrím-sport-geirinn* sé í uppnámi vegna sterkrar innkomu minnar inn í þann merka söbbkúltúr sem eru snjóbretti. Tékk itt át (efst till höger). Jó jó.

Vonandi eru þetta ekki mín síðustu orð í þeim ævarandi-hringsnúandi suðupotti sem eru exxstrím íþróttir.

* Exxstrím-sport-Geiri. Harharhar.
Gæludýrakrapp

Kannanir sýna að það er fátt sem gleður æsta lesendur Krappetíkrappsins meira en krúttleg gæludýr í sínu náttúrulega umhverfi (nema auðvitað ULTIMATE leikjaröðin eins og hún leggur sig).

Fyrirsætur:
  • Banna Hlandon (heimasæta)
  • Snædís Ugla Megadeth (hefðarköttur), ath. að þetta er stafað Megadeth, eins og hljómsveitin.
  • Úlfur (hundur og slefberi)