Birti hérna tvær "delíted scíns" úr þessari hressandi Hvammstangaferð, fyrri myndin sýnir vel þá vitfirringu sem aðeins er hægt að finna í augum manns sem hefur verið fastur í bíl sínum í hátt í 2 klukkutíma, seinni myndin sýnir svo afmæliskökuna sem Amma Blandon bakaði handa mér við komuna til siðmenningarinnar og ég var ekki lengi að skófla í mig.
Í lokin ætla ég að deila einu með æstum lesendum sem ég veit í dag en vissi ekki í gær (og þar af leiðandi ekki heldur æstir lesendur), sem er að ég virðist vera búinn að þróa með mér ofnæmi fyrir hamborgarakryddi sem er komið meira en 2 ár fram yfir síðasta söludag. Ef það eru ekki gagnlegar upplýsingar, ja þá hvað? Edit: Hinn möguleikinn er að ég sé kominn með ofnæmi fyrir kettinum. Hólí krapp, þá vona ég frekar að það sé kryddið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli