1.10.08

Burt með borgarastéttina-krappÞað er löngu tímabært að kynna til sögunar á Krappetíkrappinu pönk-þröngskívuna Burt með borgarastéttina með hljómsveitinni Burt með borgarastéttina, sem sést hér fyrir ofan í sínum upprunalegu umbúðum. Þessi pönk-þröngskíva var samin og tekin upp snemma í september og kemur nú loksins fyrir eyru almennings í formi ókeypis niðurhals (eftir strangt ferli við að færa upptökurnar af snældu yfir á mp3 þannig að sem minnst af hinum upprunalega pönk-anda glatist). Hljóðfæraskipan Burt með borgarastéttina er sem hér segir:

  • Söngur: Hrafnkell
  • 6 strengja gítar: Vilhjálmur
  • Bassi: Þorgils, e.þ.s. Nolem
  • Trumbur: Gunnar.jóhannesson

Pönk-þröngskívan telur heil 6 lög, en vegna mistaka í upptökustjórn þá lifðu aðeins 5 þeirra af á bandinu.

Hlaðið niður skívunni hér á mp3 formi!

Lagalisti:

1. Burt með borgarastéttina

Skívan sparkast í gang með titillaginu sem er kraftmikil pönk-epík... "allt sama helvítis hræsnarapakkið."

2. Tvatlskrift

Til að fyrirbyggja misskilning þá er riffið ekki stolið frá Purrkinum.

3. Útgubbuð kaffi karólína

Semí-átóbíógrafískt lag af gamla skólanum.

5. Sannleikurinn um Ægi Dagsson

Eins og skrattinn úr sauðaleggnum kemur kraftmikil og tilfinningaþrungin ballaða.

6. There's a long long road to dagverðareyri.

Þetta uppgjör textahöfundarins við gatnagerð í Hörgárbyggð er ótrúlegt áheyrnar.

Það er upplagt að njóta nokkurra ljósmynda af hljómsveitinni um leið og rennt er í gegnum þessa frumraun hennar (sem tekur u.þ.b. 8 mínútur að gera, og slær þar með við Tilf með Purrkinum um ca. 2 mínútur).


Hér spilar hljómsveitin 5 teninga yatszee ásamt því að snæða bobba og kleinur.


Yhatzhee blaðið var þéttskrifað.


Hér lenti hljómsveitin á popphjólinu og þurfti að spreyta sig á Afmæli með Sykurmolunum.


Mikil innlifun.

Að lokum ber að þakka menningarfélaginu Populus Tremula kærlega fyrir lán á upptökuaðstöðu.