18.12.08

Dýraspítalakrapp



Hér er einhver löghlýðinn borgari búinn að setja inn glás af dýraspítalasketsjum. Krappetíkrappið kann honum bestu þakkir fyrir.

12.12.08

Bókhaldskattarkrapp

Þessa dagana reyni ég að halda í minninu í nokkra daga í viðbót hvernig færa eigi fyllilega raunhæf dæmi eins og þetta í bókhald:

Eigum vöruskipti við félaga okkar í byggingariðnaðnum. Við seljum honum vsk bifreið sem metin er á kr. 450.000 auk vsk. Í staðinn lætur hann okkur fá trésmíðavél. Við teljum að trésmíðavélin sé minna virði en bíllinn og því er ákveðið að hann greiði 100.000 í milli með víxli til tveggja mánaða með 16% ársvöxtum. Bókfært verð bifreiðarinnar er 370.000. Færið einnig söluhagnað eða tap.

Þegar ég verð búinn að rúlla prófi í þessu krappi upp á mánudaginn verður mér ekkert til fyrirstöðu að senda þær niðurstöður til Svíþjóðar og fá að lokum til baka skínandi pappír sem segir að ég hafi lokið einhvers konar háskólagráðu á bakkalársstigi í einhverju sem tengist tölvum. Það er alveg nógu gott fyrir mig. Þá verða ekki nema 9,5 ár liðin frá því að ég skellti mér upphaflega til Svíþjóðar í skóla. Spurning hvor mér hafi tekist að vera lengur að þessu en Gísli Marteinn, er ekki viss. En þá verður allavega partí.

Það mun annars örugglega hafa eilítil neikvæð áhrif á einkunnina að eiga svona gríðarlega athyglissjúkan herbergisfélaga. Sökum þess get ég bara lært með annarri hendinni.



25.11.08

Alþingisgagnfræðiskólakrapp

Haustið 1991 lét þáverandi forsætisráðherra ummæli falla á alþingi þess efnis að það mætti helst líkja skrípalátunum sem viðgengust þar við gagnfræðaskóla. Í kjölfarið sendu nokkrir ungir menn frá sér ályktun í dagblaðið Dag þar sem þeir fordæmdu þessi ummæli á þeim forsendum að þeir stundi nám við eina skóla landsins sem enn héti gagnfræðaskóli, og þeir kannist ekki við slík skrílslæti í sínum skóla*. Krafan var að forsætisráðherra sýndi iðrun ummæla sinna eða segði af sér ella. Í framhaldinu voru ungu mennirnir boðaðir í símaviðtal í síðdegisútvarpi Rásar2 þar sem fulltrúi hópsins var grillaður af óvægnum fréttasnápi.

Þessi yfirlýsing frá Æðstaráði 8. bekkjar D var rifjuð upp ásamt meðfylgjandi útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Fyrst og fremst á Rás2 á sunnudaginn og ég mæli eindregið með því að æstir lesendur Krappetíkrappsins smelli hér og spóli áfram á 9:30 og njótið.

* Það voru vissulega oggolítil skrílslæti í 8D (sem var kynjaskiptur strákabekkur) en þau voru af öðrum toga en á þinginu.

5.11.08

3tugsafmæliskrapp

Eins og einhverjir æstir lesendur vita núþegar þá náði æðstiprestur Krappetíkrappsins þeim merka áfanga að verða þrítugur um daginn. Dagurinn fól í sér töluverð óvænt ævintýri, m.a. eyddi æðstipresturinn stuttri stund síðdegis liggjandi á bakinu ofaní drullupolli fyrir framan Gardínubúðina. Fyrr en varði var hann þó kominn upp á skrifstofu og íklæddur engum buxum, þannig að þar má segja að loksins hafi ræst úr buxnalausa föstudeginum sem svo lengi hafði staðið í bígerð að halda hátíðlegan.

En æðstipresturinn tók gleði sína á ný um kvöldið þegar gestir fóru að streyma í hefðbundið grjónagrautsát að heimili foreldra hans. Það sem stóð upp úr þeirri veislu (eins og í öllum góðum veislum) voru að sjálfsögðu gjafirnar.


Hörður og Adda mættu færandi hendi með gott safn Sven Hassel bóka til að stytta æðstaprestinum stundirnar.


Kjartan færði æðstaprestinum listaverkið "Legumynd I".


Listaverkið lítur u.þ.b. svona út. Smekklega sjúskað lúkk á æðstaprestinum.


Drengur Óla og Hildur Ása slógu í gegn með einkar þjóðlegri gjöf, tveimur lifrarpylsukeppum og vodkafleyg í þartilgerðri gjafaöskju.


Hér sést Kjartan pósa með kjeppzunum tveim.



Síðast en ekki síst má nefna awesome Stafrófs-spilastokk frá Fanney Dóru þar sem finna má alla frá Loðni og Hans-Óla til Tjörva Stór-Moffa.

Svo var tekið trivjal og popppunktur til sex að venju. Í alla staði framúrskarandi grjónagrauts-svallpartí. Fleiri myndir hér.

30.10.08

Gagnslaust upplýsingakrapp

Ég lenti fyrir stuttu í svokölluðu klukki af hendi Hafdísar og get ekki skorast undan því.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
  • Skera álegg í Kjötiðnaðarstöð KEA, Oddeyri.
  • Þurrka hausa í Fiskvinnslustöð KEA, Hrísey.
  • Malbikun (sumar) og handvirkur snjómokstur (vetur), gatnagerð Akureyrarbæjar.
  • Verðmætasköpun og aukning hagvaxtar, Fjármálalausnir/Libra/TM Software/OMX/NASDAQ OMX.
2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
  • Sódóma Reykjavík
  • Nema Howard the Duck megi teljast íslensk þá segi ég pass við hinum þremur.
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
  • Akureyri (sunnan við á)
  • Hrísey (verbúð)
  • Skaufabær (Skövde)
  • Akureyri aftur (sunnan við á)
(aukaspurning) 3.a Einn staður sem ég myndi aldrei búa á:
  • Akureyri (norðan við á) – þar er glæpatíðni með því mesta sem þekkist í heiminum og enginn hættir sér út óvopnaður eftir fjögur á daginn.
4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
  • Svíþjóð
  • Japan
  • England (oftar en ekki til að fara á einhverja villta tónlistarhátíð)
  • Mjóifjörður eystri (besti fjörður ever)
5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
  • Battlestar Galactica
  • Arrested development
  • Lost
  • South park
6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
  • Blogggáttin
  • iGoogle
  • Feisbúkk
  • Vísir.is (aðallega út af ”Britney með kynsjúkdóm – myndir”-fréttunum)
7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
  • Bráðinn ostur
  • Mexíkanskt sull (má gjarnan innihalda bráðinn ost)
  • Núðlur
  • Meiri bráðinn ostur (gjarnan kombinerað með glóðuðu deigi af einhverri sort)
8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
  • Flugrás 714 til Sydney
  • Ástríkur og sonur
  • Z fyrir Zorglúbb
  • Eitthvað af Dark tower seríunni eftir Stephen King.
9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
  • Á feitum RATM tónleikum
  • Á feitum Maiden tónleikum
  • Á feitum Deftones tónleikum
  • Á feitum Pantera tónleikum árið 1994
10. Fjórir bloggarar sem ég klukka (þ.e. þurfa að gefa upp samsvarandi gagnslausar upplýsingar):
  • RobbiK
  • Drengur
  • Allý
  • Geiri Kippa

10.10.08

Burt með borgarastéttina-krapp II

Dr. Gunni skrifaði um daginn að nú í kreppunni væri pönkið að koma aftur af fullum krafti. Það er því ekkert meira viðeigandi en að hala niður pönkþröngskívu hljómsveitarinnar Burt með borgarastéttina ef æstur lesandi er ekki búinn að því núþegar. Hérna sést einmitt sveitin flytja lagið Afmæli með Sykurmolunum í kraftmikilli akústískri útgáfu. Hrafnkell söngvari Burt með borgarastéttina gefur Bjork nákvæmlega ekkert eftir í túlkun og tækni.

1.10.08

Burt með borgarastéttina-krapp



Það er löngu tímabært að kynna til sögunar á Krappetíkrappinu pönk-þröngskívuna Burt með borgarastéttina með hljómsveitinni Burt með borgarastéttina, sem sést hér fyrir ofan í sínum upprunalegu umbúðum. Þessi pönk-þröngskíva var samin og tekin upp snemma í september og kemur nú loksins fyrir eyru almennings í formi ókeypis niðurhals (eftir strangt ferli við að færa upptökurnar af snældu yfir á mp3 þannig að sem minnst af hinum upprunalega pönk-anda glatist). Hljóðfæraskipan Burt með borgarastéttina er sem hér segir:

  • Söngur: Hrafnkell
  • 6 strengja gítar: Vilhjálmur
  • Bassi: Þorgils, e.þ.s. Nolem
  • Trumbur: Gunnar.jóhannesson

Pönk-þröngskívan telur heil 6 lög, en vegna mistaka í upptökustjórn þá lifðu aðeins 5 þeirra af á bandinu.

Hlaðið niður skívunni hér á mp3 formi!

Lagalisti:

1. Burt með borgarastéttina

Skívan sparkast í gang með titillaginu sem er kraftmikil pönk-epík... "allt sama helvítis hræsnarapakkið."

2. Tvatlskrift

Til að fyrirbyggja misskilning þá er riffið ekki stolið frá Purrkinum.

3. Útgubbuð kaffi karólína

Semí-átóbíógrafískt lag af gamla skólanum.

5. Sannleikurinn um Ægi Dagsson

Eins og skrattinn úr sauðaleggnum kemur kraftmikil og tilfinningaþrungin ballaða.

6. There's a long long road to dagverðareyri.

Þetta uppgjör textahöfundarins við gatnagerð í Hörgárbyggð er ótrúlegt áheyrnar.

Það er upplagt að njóta nokkurra ljósmynda af hljómsveitinni um leið og rennt er í gegnum þessa frumraun hennar (sem tekur u.þ.b. 8 mínútur að gera, og slær þar með við Tilf með Purrkinum um ca. 2 mínútur).


Hér spilar hljómsveitin 5 teninga yatszee ásamt því að snæða bobba og kleinur.


Yhatzhee blaðið var þéttskrifað.


Hér lenti hljómsveitin á popphjólinu og þurfti að spreyta sig á Afmæli með Sykurmolunum.


Mikil innlifun.

Að lokum ber að þakka menningarfélaginu Populus Tremula kærlega fyrir lán á upptökuaðstöðu.

9.9.08

Búbúkisakrapp II

Stefnt er að því að æsispennandi heads-upp pókereinvígi á milli Bjölla Búbúkisa og Frimma bróður verði krúnudjásnin í komandi jóladagskrá SkjásEins. Hérna sést Bjölli í stífum æfingabúðum ásamt Dreng skoðanabróður sínum.

23.8.08

Línumannskrapp

Eitt sinn endur fyrir löngu var handboltaferill minn í glæstum hæðum þar sem ég stóð sem helmassað varnartröll á línunni og spændi í mig hvern Þórsarann á fætur öðrum sem dirfðust að leggja í mig. Í sóknarleiknum var ég skjótari en elding og hlaut viðurnefnið Engisprettan fyrir vikið. Það er því grátlegt að hugsa til þess að ef ég hefði ekki þurft að hætta handboltaiðkun langt um aldur fram í 6. flokki vegna meiðsla á fingri þá hefði það verið ég sem hefði gefið grátandi fyrirliðanum stórstubbaknús eftir sigurinn í gær, og Fúsi hefði í staðinn horft á leikinn heima á brókinni í svekkelsi með fimm daga gamlan bernessósublett framan á hlýrabolnum.

Svona leika örlögin mann grátt stundum. Sei sei.


15.8.08

Búbúkisakrapp

Nú þykir ritstjórn Krappetíkrappsins tilefni til að birta myndir af tveimur miklum herramönnum sem eiga það sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti verið sambýlingar æðstaprests Krappetíkrappsins í H27.

Sá fyrrverandi er meistari Gunni.jóh sem hér fer hamförum í session-trommuleik fyrir avant-garde hljómsveitina "Johnny Public" í miklu svall-sveitabrúðkaupi Dags og Helgu.





Fyrir áhugasama um avant-garde tónlist þá má benda á að flutningurinn er fáanlegur á jútjúb hér.

Hinn sambýlingurinn er nýfluttur inn og er loðnari en Gunni.jóh, eins ótrúlegt og það hljómar.



Við innflutninginn hafði hann þegar hlotið nafnið Kolbjörn, og hlaut að sjálfsögðu eftirnafnið Búbúkisi II þegar ljóst var að hann væri þeirrar nafnbótar verður. Það er reyndar ekki alveg nógu þjált nafn þannig að mér finnst líklegt að það verði stytt niður í Bjölli í höfuðið á frænda hans í Kópavogi. Nú bíð ég bara spenntur eftir að hann vaxi úr grasi og verði viðræðuhæfur í stað þess að ráðast á allt sem hreyfist með kjafti og klóm.

Fyrst þessir tveir sambýlingar hafa verið nefndir til sögunnar þá er gaman að geta þess að annar er með ofnæmi fyrir hinum, en það á eftir að koma í ljós hvort það sé gagnkvæmt.

15.7.08

Ford Taunus-krapp

Foreldrar mínir hafa löngum verið einstaklega nægjusöm í bílamálum, sem sést á því að meðalaldur bílaflota heimilisins var 23 ár þangað til fyrir skemmstu. Þá var verslaður forláta jepplingur, sem minnkaði meðalaldurinn alveg niður í heil 18 ár. Koma "nýgræðingsins" (árgerð 2000) setti að sjálfsögðu aldursforsetann í hópnum í ákveðna útrýmingarhættu, en það er forláta kóngablár Ford Taunus árgerð 1982. Það þótti að sjálfsögðu ekki við hæfi að tæta svona mikilfenglegan bíl niður í brotajárn og því var honum fengið pláss á safni. Fyrir skemmstu fór sá blái svo í sína hinstu reisu, sem dokjúmenterast hér með.


Farsan stillti sér stoltur upp með dýrgripnum fyrir brottför.


Eins og venja er með aldna gæðinga þá var áð um stund eftir erfiðustu brekkurnar upp á Öxnadalsheiðina til að leyfa bæði fák og knapa að kæla sig.


Tilvonandi einkanúmer? Eða máske of smáborgaralegt?


Því miður viðurkennist hér með að þessi límmiði var á rúðunni þegar hún var sett í bílinn. Þó efa ég ekki að Taunusinn hefði rústað þessarri keppni leikandi enda léttur í stýri með eindæmum. Sérstaklega ef bílstjórinn hefði verið tiltölulega lítið fullur.


Morsan pósar með auðþekkjanlegum afturenda Taunusins. Væntanlegur arftaki hans sést í bakgrunni. Vil vekja sérstaka athygli á stuðaranum, en hann fékk Farsan í fimmtugsafmælisgjöf frá æskuvinum mínum.


Þegar komið var á samgöngusafnið að Stóragerði í Skagafirði var ljóst að Taunusnum myndi ekki leiðast í þessum félagsskap.


Hann á örugglega eftir að leika sér dátt við þessa forlátu Daihatsu Charade bifreið.


Inni í skemmunni voru margar virðulegar bifreiðar eins og þessi reffilega Lada 1200. Fjölskyldubíllinn sem var skipt út fyrir Taunus á sínum tíma var einmitt af álíka módeli.


Síðan voru þarna önnur minna byltingarsinnuð og merkileg farartæki.


Mamma átti hjartnæma endurfundi með bæði traktor og mjólkurbíl æsku sinnar á Þelamörkinni.




Síðasta uppstillingin áður en kom að tregafullum viðskilnaði.


Reyndir voru fjallaeiginleikar arftaka Taunusins og lengri leiðin tekin heim yfir óbyggðirnar.


Séð niður í Eyjafjörð.




Einkar áhugavert vegstæði.

Æstir lesendur Krappetíkrappsins eru eindregnir hvattir til að gera sér ferð í Skagafjörðinn og heilsa upp á Taunusinn og vini hans. Grunar að hann taki öllum góðum gestum fagnandi.

Þessu ótengt er mælt með eftirfarandi pistli frá Dreng Óla.

26.6.08

10 ára stúdents-krapp

Í ár var ég 10 ára stúdent frá MA. Það var einkar villt og vel við hæfi að gera því viðeigandi skil hér á Krappetíkrappinu áður en kreppan étur okkur öll.


Herlegheitin hófust með svall-veisluhöldum heima hjá mér í Helgamagra þar sem náttúru- og eðlisfræðinördar komu saman. Fríða ská-frænka mín mætti með besta vin sinn meðferðis.


Hér er svo besta myndin sem ég náði af Veigu í T-inu þessa helgi.


Harpa bekkjarsystir og Vari frændi sáu um að allir hefðu nóg af pappír.


Að sjálfsögðu gafst tilefni til smá sjálfsmyndatöku með mínum fornu bekkjarsystrum.


Meiri sjálfsmynd.


Óvænta sjálfsmyndin er vanmetið listform.


Hápunkturinn var svo án efa villtur aksjónarí-leikur þar sem Vari frændi fór hamförum.


Daginn eftir var hefðbundin óvissuferð, græna liðið vann fyrstu keppnisgreinina verðskuldað (enda með Arnar frænda minn innanborðs í mun betra formi en eðlilegt getur talist hjá manni á okkar aldri). Verðlaunin voru ópalskots-sprautur.


Gunnsa skokk-félagi var sátt þó hún hefði grúttapað.


G-bekkjar töffararnir heimsóttu brugghúsið.


Vari frændi fékk pylsu...


... og rifjaði upp gamla og góða stríða-stelpunum-takta.


Kvöldið eftir var aðalgeimið í Höllinni. Sökum þrengsla þurfti ég að njóta fordrykkjarins á bakvið þennan burkna.


Valti Hjalþórs og Jóhanna Jakobs nutu einnig burknans.


Bjölli var nokkuð hissa þegar okkar fornu bekkjarsystur tjáðu honum hvað þær þénuðu margar kúlur á mánuði.


Sverrir Páll sá um skemmtiatriði á einhverjum tímapunkti.


Jónas Einar var sáttur með kokkteilinn sinn og Sverri Pál.


Við Valti sáum um skemmtiatriði 10 ára stúdenta ásamt Tryggva. Grunar að þarna séum við að jafna okkur eftir performansinn. Fluttur var Partíbær m. Ham, a cappella (lag: Sigurjón Kjartansson, ljóð: Óttarr Proppé).


Vari frændi hitti fyrir kunnuglegan 40 ára stúdent, föður sinn hann Frunna Gí.


Gellurnar í bekknum tóku vel undir í fjöldasöngnum.


Ég hitti fyrir Arnar eins árs stúdent sem hafði tekið þátt í að endurreisa hinn merka félagsskap H.O.M.M.A. við mikinn fögnuð skólayfirvalda.


Ég hitti einnig 40 ára stúdentinn Vebba Still í nokkuð góðu stuði.


Úti fyrir framan höllina var hinn frægi búsbíll staðsettur. Áslaug 1-C nýtti sér hann greinilega út í ystu æsar.


Tryggvi og Valdís voru líka sátt við búsbílinn.


Löggan tékkaði á því hvort búsbíllinn hefði ekki örugglega öll tilskilin leyfi.


Eva og Þórdís röfluðu eitthvað innantómt, sem er svosem einkennandi fyrir þetta félagsfræðibrautarlið. Góður fídus á myndavélinni.


Annar góður fídus á myndavélinni.


Við Bjölli brugðum eilítið á leik. Myndin þar sem hann hélt á mér virðist hafa týnst.


Pósaði með Hildi Ásu eins árs stúdent.


Allt endaði svo einkar fallega með trylltu eftirpartíi í H27 þar sem Ása gógógella og Gunnsa dönsuðu villt fram undir morgun.

Þá er það bara 11 ára stúdentsafmælið á næsta ári. Reikna með álíka svalli þegar þar að kemur.