4.5.05

Kúbukrapp

Hversu hressandi væri það að skella sér á Audioslave tónleika á Kúbu?

3.5.05

Tilgangur lífsins-krapp

Þann 20. maí eða þarumbil verð ég væntanlega búinn að sjá StafRófs Episode III. Lýkur þar með tímabili í lífi mínu sem hófst þegar ég sá glefsur úr StafRófs Episode II einhverntíman snemma á níunda áratugnum í barnaafmæli hjá nágranna mínum. Ég segi glefsur því ég var of mikil rola til að höndla að horfa á hana alla. Enda er lesandinn að drekka í sig skrif manns sem hafði aldrei séð heilan þátt af hvorki VÞrífætlingunum fyrr en um hálfþrítugt (í gamla daga fór ég alltaf fram í eldhús að fá mér vatn að drekka þegar eitthvað rímótlí spennuþrungið var í uppsiglingu).

Og þegar klukkan slær tólf á miðnætti 7. júní verð ég búinn að upplifa það sem ég sagði fyrir ári síðan að væri það eina sem ég ætti eftir að upplifa til að geta kvatt heiminn nokkuð sáttur tónleikalega séð. Svona miðað við hvernig hlutirnir hafa þróast þá er þetta frekar krípí yfirlýsing. En við skulum bara segja að þarna var reyndar full djúpt í árinni tekið.

En eftir stendur að eftir þessi tvenn tímamót þá vantar mig áþreifanlega ný markmið til að stefna að í mínu kólesterólmettaða lífi. Spurning hvort maður ætti að hafa hið nýja markmið eitthvað temmilega plebbalegt, eins og að ná kjörþyngd fyrir fertugt?