19.7.07

Roskilde-krapp II

Ég virðist hafa þróað með mér eitthvað undarlegt blæti fyrir stígvélum á nýafstaðinni Róskilde-hátíð.









Sá sem þróaði ekki eins sterkt blæti með sér var Gunni Jóh, sem hér sést vaða leðjuna forviða á svip í ökklaháum skóm og hagkaupspokum.



Hann svissaði reyndar yfir í stígvél stuttu seinna og skipti þá í leiðinni út "forviða"-svipnum fyrir "krapp, af hverju er ég ekki heima í Nintendo Wii?"-svipinn. Hann komst þó yfir það stig sem betur fer þegar leið á helgina.



Það telst okkur til tekna að við náðum ævinlega að viðhalda meiri hressleika en þessi gaur.



Sumir náðu að nýta þvagblandaða leðjuna til listsköpunar, sem var jákvætt.



Á hverjum morgni var ræs kl. 08:00 með fánahyllingu og léttum morgunverð. Síðar var tjaldskoðun þar sem mínir gömlu yfirmenn í skátunum Óttar og Högni mættu á svæðið og gáfu okkur ævinlega toppeinkunn fyrir umgengni og almennan hressleika.



Svona til að hafa ekki tóma drullu og eymd í þessari myndasyrpu þá má nú taka fram að síðasti dagurinn var bara nokkuð ljúfur, enda fylltist þá svæðið af gömlum hippum í von um að ná nettu seventís-sýruflassbakki áður en hátíðin myndi enda í reiv-partíi og flugeldageðveiki.



Og í lokin: Það jafngildir dauðadómi að fara á svona hátíð án þess að hafa með sér fjölskyldupakkningu af "Pusletid" blautservéttum. Væri jafnvel upplagt fyrir Vara frænda ef hann skyldi einhverntíman skella sér á álíka samkomu að grípa með sér tvær pakkningar og bjóða upp á tjaldvitjanir með neðanþvottaþjónustu. Í því samhengi mætti jafnvel benda á að það er tiltölulega stutt í þjóðhátíð.



Kannski ætti þetta rapport að enda á nokkrum orðum um tónlistina sem var í boði. Skilst að þetta festival-batterí gangi ekki bara út á holla útiveru og náungakærleik. Í tónlistinni ber fyrst að nefna Arcade Fire. Hafði einhvern veginn tekist að leiða þetta band algjörlega hjá mér í gegnum árin, ætli það hafi ekki dregið úr áhuganum að tékka á þeim í hvert skipti sem ég heyrði á þau minnst, eins öfugsnúið og það hljómar. En fyrir hátíðina ákvað ég fyrst þau væru að spila þarna að ég gæti alveg eins undirbúið mig smá fyrir giggið. Það endaði síðan með því að plöturnar þeirra voru nokkurn veginn á rípít flesta vinnudaga fyrir hátíðina. Enda er þetta helvíti mögnuð grúppa á tónleikum. Ekki spillti að báðir fiðluleikararnir mættu síðan í eftirpartí í tjaldið okkar. Að mig minnir. Þetta voru líka fyrstu tónleikarnir á fimmtudeginum eftir ömurlegasta rigningadag í manna minnum, og þeir blésu óneitanlega smá lífi í sálina og gáfu rigningunni eilítinn tilgang.

Seinna um kvöldið var svo málmur í boði Mastodon á dagskrá (til að viðhalda hinu viðkvæma indí/metal jafnvægi), en krappí sánd gerði þá tónleika að vonbrigðum. Þar sem ég stóð í tjaldinu heyrðist ákaflega lítið annað en trommur og bassi. Verð að taka meira mark á því heilræði Gunna Jóh að stilla mér alltaf upp við hliðina á hljóðmanninum því þar sé besta sándið.

Daginn eftir tékkaði ég á fínum sænskum metal í boði In flames. Er greinilega farinn að fíla svona blöndu af öskrum og melódíu í metal á gamals aldri. Twistaði síðan eilítið við nokkra gamla smelli frá Beastie Boys. Heyrði gárúnga segja að þeir hefðu ekki séð jafn margt hvítt fólk dilla sér við hvíta menn að spila svartra manna tónlist síðan Hjálmar spiluðu síðast á Græna hattinum. Alltaf hressir þessir gárúngar. En um kvöldið var aðalstuðið á Queens of the stone age á appelsínugula. Skemmti mér mun betur þarna en þegar þeir spiluðu í Egilshöll um árið. Stuð að heyra lög af nýju plötunni. Hins vegar var enginn nakinn bassaleikari eins og þegar ég sá þá fyrst á Leeds fyrir allmörgum árum, enda búið að reka hann úr bandinu fyrir löngu. Hann hefði kannski hresst aðeins upp á sjóvið.

Það er ekki optímalt að vakna klukkan hálf þrjú að degi til með hrottalega tjaldútilegu timburmenn og eiga að mæta á brjálaða þungarokkstónleika klukkan þrjú með Machine Head. Náði samt að harka það af mér og naut tónleikanna eins vel og ég gat miðað við aðstæður, enda eru þeir nýbúnir að gefa út plötu sem hefur verið kölluð Master of pöppets fyrsta áratugarins. Um kvöldið voru gömlu fartarnir í The Who bara skemmtilegri en von var á, og renndu sér í hvert C.S.I.-stefið á fætur öðru. Þar með jafnaði ég pabba í fjölda Who-tónleika en hann sá þá spila í kaffiteríunni í Leeds-háskóla árið 1970.

Aðalnúmerið voru svo Halezar-uppáhaldið Chili Peppers sem stigu á svið uppúr eitt um nóttina. Þeir hófu leikinn aðeins þrír (enginn Anthony Kiedis) með nokkuð feitu djammi sem dróst reyndar heldur á langinn. Síðan seint og síðarmeir mætti Anthony á sviðið og leit eiginlega út fyrir að nenna alls ekki að vera þarna. Hann var líka frekar ryðgaður þegar hann hóf upp raustina (skánaði reyndar þegar leið á), en á milli laga var heldur mikið um löng djömm hjá félögum hans sem virkuðu svolítið eins og þeir væru að fylla út í tímann á meðan hann tæki sér fegurðarpásur. Það var nú samt gaman að sjá svona flinka hljóðfæraleikara flippa en þetta var eiginlega full mikið. Las í festivalblaðinu að Anthony hefði verið með kvef og þeir hefðu næstum því aflýst þessu, að því leitinu til var þetta mun betra en ekki neitt. En þetta var samt undir væntingum. Get samt glatt Halez með því að vinur hans Frusciante var í stuði. Falsettan hans var yndisleg í dönsku nóttinni.

Stóra nafnið á sunnudeginum voru æringjarnir í Muse. Ohgeathslega gott tónleikaband þar á ferð sem rokkaði óneitanlega feitt. Vantaði samt smá nýjabrum í þetta fyrir mig þar sem ég sá beisikklí sömu tónleika í fyrra. En samt góð og holl skemmtun.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór á þessa hátíð en hafði farið nokkrum sinnum á Reading/Leeds á Stóra-Bretlandi. Í samanburðinum þá hefur Roskilde sérstaklega vinninginn í því að þar spila hljómsveitirnar oftast alvöru sett en ekki bara 45 mínúta sampl eins og er oft á miðjum degi á Reading. Arcade Fire spiluðu t.d. örugglega hátt í 90 mínútur þó þau spiluðu snemma á fimmtudegi. Síðan er hægt að hitta á mat sem er ljósárum betri en djúpsteikta brasið á Reading. Mínusinn við Roskilde er að orðið "bollocks" heyrist væntanlega sjaldnar. Var reyndar ekki alveg marktækt í þetta skiptið þar sem það voru Íri og Englendingur í næsta tjaldi.

Síðan er bara að skella sér aftur á næsta ári, því veðrið getur ómögulega orðið eins leiðinlegt þá og núna. Leiðin liggur bara upp á við.

16.7.07

Sænskt töffarakrapp

Eftirfarandi atriði á sér stað u.þ.b. þegar eftirrétturinn var framreiddur í fjölskylduboði dagsins:

Farbror Willy (við litlu sænsku frændur sína á aldrinum 4-8 ára, sagt með stöðluðum ýktum sænskum hreim): "Jahå grabbar, herregud var härligt det är med lite vaniljglass och kaffe!!!"

(Farbror Willy hellir mjólk í kaffið)

Litli sænski frændinn John (8 ára): "Men hörru Farbror Willy, du vet att det är bara tjejer* som tar mjölk i kaffet?"

(Vandræðaleg þögn)

Töffari dagsins er því þessi litli sænski frændi minn John fyrir að venja mig af þessum slæma sið að menga kaffið mitt með mjólk.

Hann er mjög sænskur og lítur svolítið út eins og Emil í Kattholti nema mínus húfan og súpuskálin.



Annars er margt sem bíður afgreiðslu hér á Krappetíkrappinu og eru æstir lesendur sem endranær beðnir um að sýna biðlund. M.a. er von á frekari svæsnum leðjumyndum af Roskilde og svæsnum bjór- og saltkringlumyndum úr ferð Æðstaprestsins til Múnkchen (hægt að lesa eilítið um þá ferð hjá básúnuleikaranum). Þetta hefst allt á endanum.

* Sprund, víf, fljóð, kjellingar