- Stærri tónleikastaður er í þessu tilfelli mínus (þó Broddvei sé ekki laus við að vera asnalega hannaður).
- Lakara lagaval, þ.e. minna af Boatman's call og No more shall we part, sem eru þær plötur sem ég hef hlustað mest á. Reyndar má svosem segja að það sé plús að giggið hafi þá allavega ekki verið einhver endurtekning frá því síðast. Þau lög sem hann tók af Murder Ballads voru mikið breytt frá því sem á plötunni (minnir að það hafi verið svipað á Broddvei), sem var samt bara ágætt, þau lög eru sögur og það á ekki alltaf að segja sömu söguna eins.
- Óverdós af fiðlu/trommu/píanóglamurshamagangi (fannst eins og helmingurinn af lögunum endaði í einhverri þannig orgíu, sem varð svolítið þreytt til lengdar).
- Tókst ekki alltaf að fá fyllingu í lögin með svona fáum hljóðfærum (næst vil ég fá Bad Seeds eins og þeir leggja sig).
Ef þetta skyldi ekki vera nóg til að bústa upp hipp-och-kúl statusinn, þá fór ég eftir giggið ásamt fylgdarliði á öldurhúsið "Kaffibarinn" til frekara sumbls. Þar fékk snúður hússins DJ Margeir að sjálfsögðu stóran mínus í kladdann þegar RobbiK bað hann um að spila stórsmellinn "Boten Anna" og fékk svarið að hann ætti það ekki til! Hvernig getur plötusnúður með snefil af sjálfsvirðingu ekki verið með svona ódauðlegt listaverk í safninu? Ef ég gæfi mig út fyrir að þeyta skífum þá væri ég löngu búinn að láta græða USB lykil með þessu lagi innanborðs undir húðina á handarbakinu á mér, til að geta vippað fram í svona tilfellum. Ef að fólkið vill "Boten Anna", þá skal fólkið fjandakornið fá "Boten Anna".
En mikið ósköp þarf ég að redda mér nýju áhugamáli, þetta sænska júrótrash-æði mitt er alveg á barmi þess að verða þreytt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli