25.5.06

Elgskrapp

Hvergi annarsstaðar í gjörvallri veröld væri hægt að finna svona fyrirsögn nema í hinu yndislega sænska aftonblaði:Ef ég helgaði allan minn frítíma drykkjuleik þar sem ég tæki einn sopa í hvert skipti sem orðin "terror", "raseri", "mobbning", "attack", "skandal" eða "kaos" poppuðu upp í fyrirsögn hjá þessum snillingum, þá væri ég fyrir löngu flosnaður upp úr vinnu.

22.5.06

SnjókrappÉg þurfti þetta bildbevis til að geta sannfært Svíana sem ég fæ í heimsókn í næstu viku að skilja ekki långkalsongerna eftir heima.

Bösskrapp

Skemmtilegt að fara inn á Vísi og sjá þessa tvo kumpána á sömu síðu. Óneitanlega vottur af fjölskyldusvip þarna á ferðinni.

Exxhibbit 1


Exxhibbit 2