23.8.08

Línumannskrapp

Eitt sinn endur fyrir löngu var handboltaferill minn í glæstum hæðum þar sem ég stóð sem helmassað varnartröll á línunni og spændi í mig hvern Þórsarann á fætur öðrum sem dirfðust að leggja í mig. Í sóknarleiknum var ég skjótari en elding og hlaut viðurnefnið Engisprettan fyrir vikið. Það er því grátlegt að hugsa til þess að ef ég hefði ekki þurft að hætta handboltaiðkun langt um aldur fram í 6. flokki vegna meiðsla á fingri þá hefði það verið ég sem hefði gefið grátandi fyrirliðanum stórstubbaknús eftir sigurinn í gær, og Fúsi hefði í staðinn horft á leikinn heima á brókinni í svekkelsi með fimm daga gamlan bernessósublett framan á hlýrabolnum.

Svona leika örlögin mann grátt stundum. Sei sei.