15.7.05

Grohl-krapp

Hérna er assgoti gott viðtal við Davíð Grohl. Maður fyllist óbærilegu þjóðarstolti við að lesa hann ausa lofi á íslenskt brennívín (sem mér finnst reyndar hrottalegur drykkur). Gríðarlega góð landkynning.
Hjólakrapp

Í gærkveldi gerðum við Banna okkur lítið fyrir og hjóluðum Eyjarfjarðarhringinn. Og þá er ég ekki að tala um einhvern sissí Eyjarfjarðarhring sem nær bara inn að Hrafnagili, ónei, þessi var almennilegur og náði inn að Melgärðismälum og väl það. Gróf ágiskun er að þetta hafi verið rúmlega 60 km. rúntur. Klikkuðum þó hrottalega á því að safna áheitum áður en lagt var af stað, eins og ku víst vera móðins þegar lagt er upp í svona langferðir.

Fallegar myndir í boði Ericsson T610:



Það eitt er þó ljóst að minn óæðri endi er ekki í góðri æfingu í að dvelja langdvölum í öfgafullu návígi við reiðhjólahnakka. Ó mig auman.

14.7.05

Teen spirit swing krapp

Fyrir einhverjum árum tóku Milljónamæringarnir upp á því að útsetja Smells like teen spirit í hressandi swing-útgáfu og láta Ragga Bjarna sjá um sönginn.

Það kom í ljós í Letterman þætti kvöldsins að einhverjir amerískir markaðs-mógúlar hafa fengið sömu hugmynd (eða stolið henni? *gisp*), allavega var þar mættur Paul Anka (skyldur Kalle? har har) að gaula títtnefnt lag í eiginlega skuggalega líkri útsetningu. Hægt að sampla krappið hérna. Svosem ekki frumlegt konsept per se, en skondið að þeir skuli hafa valið akkúrat sama lagið.