29.2.08

Hávarðar andar-krapp

Æstir lesendur verða án efa enn æstari er þeir komast að því að eitt fremsta kvikmyndalistaverk 9. áratugarins er loksins komið út á dvd.

Hérna er bútur úr frábæru upphafsatriðinu þar sem grunlaus aðalsöguhetjan sogast af plánetunni sinni upp í ormagöng sem færa hana beinustu leið til Cleveland, Ohio.Hérna er svo smá framhald af sömu senu.Það er vel þess virði að panta sér þennan disk til að upplifa afganginn af þessu dýrindis ævintýri.

Í mínu ungdæmi var þessi mynd til á svokallaðri VHS myndbandsspólu, sem var svo sannarlega þyngdar sinnar virði í gulli sökum innihaldsins. Ekki skemmdi að á eftir henni hafði verið tekin upp önnur ækonísk 9. áratugarkvikmynd sem ég efast reyndar um að hafi staðist tímans tönn eins vel og Hávarður Önd. Það getur hins vegar vel verið að hún fái að fljóta með í amasónpakkanum þó ekki væri nema fyrir sögulegt mikilvægi sitt.