7.9.06

Frekara Mastermænd-krapp

Ég er búinn að bæta við ohgeathslega kúl ULTIMATE GRAND MASTERMIND banner hérna við hliðina (bjó hann til alveg sjálfur) svo æstir lesendur hafi greiðan aðgang að þessum tímamótum á sviði stafrænnar afþreyingar. Reglurnar eru svo hérna ef einhver skyldi taka þessari áskorun, en ég efast um að þær hjálpi þar sem ég veit ekki um neinn sem hefur getað spilað þetta af einhverju viti án þess að ég sitji eina kvöldstund með viðkomandi og útskýri lögmál leiksins fyrir honum.

Engin ummæli: