13.6.05

VAX-krapp

Annað merkilegt í minni aksjón-pökkuðu tilveru þessa vikuna var að mér tókst einnig að upplifa hljómleika með hljómsveitinni VAX í fyrsta skipti. Maiden og VAX sömu vikuna, hver hefði trúað því?

Egilshöllin og Kaffi Ak, hættuleg blanda.
Hrottalegt Maiden-krapp

Æstum Krappetíkrapps-lesendum þyrstir án efa að vita hvernig hinir marg-hæpuðu Iron Maiden tónleikar fóru í undirritaðan. Það er óhætt að segja að þeir hafi mælst mjög vel fyrir, drengirnir spændu sig í gegnum hvern slagarann á fætur öðrum og stóðu sig betur en ég hafði nokkurn tíman vonað. Þar sem Dave Murray er minn maður þá plantaði ég mér framarlega vinstra megin ásamt fylgismeyjum mínum. Ég sá ekki eftir þeirri staðsetningu, maðurinn fór gjörsamlega hamförum og átti kvöldið ásamt Brúsa (að öðrum ólöstuðum).

Þarna rættist sumsagt loksins langþráður draumur, sem hefur fengið að grassera alveg síðan forráðamenn mínir bönnuðu mér að fara á tónleikana '92, en leyfðu hins vegar Frimma bróður að fara. Karl faðir minn náði reyndar að bæta upp fyrir uppeldismistökin til muna með því að bjóða mér á tónleikana (og mæta svo sjálfur öllum að óvörum). Ég held samt að sárið muni aldrei gróa að fullu fyrr en hann bannar Frimma líka að fara á Iron Maiden tónleika. Því staðan er jú ennþá 2-1 fyrir honum.

Ljúkum þessu með hjartnæmum myndum af Dave vini mínum.