9.9.06

Júrótrash-krapp



Hinn virti sænski listamaður Basshunter, sem færði okkur sumarsmellinn Boten Anna, hefur nú ælt út öðru meistaraverki, Vi sitter i Ventrilo och spelar DotA. Til að útskýra heiti lagsins má benda á að DotA í þessu samhengi er kort fyrir World of Warcraft tölvuleikinn, og Ventrilo er forrit sem netspilunarnördar nota til að tala saman í gegnum heddsett. Það er því nokkuð ljóst að þetta toppar Boten Anna hvað nördafaktorinn varðar, en á hinn bóginn nær það ekki sömu epísku gæðum hvað varðar söguþráð og almenna dramatík. En það er hins vegar hressandi að verða vitni að svona samkrulli af sveittum LAN-sessjónum og sænskum hnakka-dóminerandi reifpartíum.

Engin ummæli: