![](http://photos1.blogger.com/x/blogger/5594/77/400/40846/IMG_3838%20%28Large%29.jpg)
Síson 2 af Arrested Development er notað sem stærðarviðmið.
Um helgina fékk ég Jared vinnufélaga í heimsókn í "Akureyri dörtí wíkend" pakka og við brölluðum ýmislegt, þar á meðal að skella okkur á svigskíði. Ég hafði ekki snert slík skíði í allavega 15 ár, og kom sjálfum mér á óvart með ótrúlegum töktum í brekkunum. Miðað við mína fyrri reynslu þá má sennilega þakka það þessum nýju kúrvuskíðum frekar en því að ég hafi á öllum þessum árum hægt og rólega breyst í náttúrulegan skíðara. Játi lýsir þessu af sinni alkunnu snilld hér. Allavega, ef einhverjum öðrum æstum lesenda þyrstir í að taka með mér "en smutsig helg" á Akureyri með tilheyrandi sveittri svigskíða-aksjón, þá er ég í skránni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli