17.1.03

Fréttablaðskrapp

Ánægjulegt að sjá hvað fólk sem ég þekki á auðvelt með að rata á síður hins mikla snepils fréttablaðsins. Fyrst var Nafni orðinn vesturstrandarrappari, síðan varð Berti Stull burtfarinn og nú síðast í gær var því slegið upp á forsíðu að ættarsetrið í föðurættina væri orðið miðstöð kvótabrasks á Íslandi. Ekki amalegt það. Útgerðarmaðurinn (ku vera föðurbróðir minn) gerði nú svosem ekki mikið úr þessu, enda birtist uppföljarinn á blaðsíðu 11 í dag.