14.12.06

Akureyrartónleikakrapp

Nú hefur hinn indæli drengur Gunni Jóh tekið málin í sínar hendur og mun lyfta Akureyrarkaupstað upp á óendanlega hátt menningarlegt plan með skipulagningu stórtónleika á laugardagskvöldið á Græna hattinum með Íbba Bjarklind og Lay Low. Æstir lesendur til sjávar och sveita eru hvattir til að mæta. Nánar hér.

Tetris-krappMér þætti gaman að vita hvort læknisfræðin eigi fræðilegt heiti yfir það ástand að þykja hver dagur ófullnægjandi nema tekist hafi a.m.k. einu sinni að slá hægh-skorið í Tetris. Þetta er allavega frekar sjúklegt ástand, því verður ekki neitað.