30.8.03

Halez och Räx krapp

Og fyrst ég er á annað borð í stuði þá vill jeg hjer presentera fallega mynd af þeim Johnson bræðrunum, Halez och Räx. Gaman að segja frá því að Halez var einmitt svo heppinn að vera að fara í hnéaðgerð sama dag og Fú Fæters tónleikarnir voru. Var þá úr vöndu að ráða fyrir mig að ráðstafa miðanum hans en svo skemmtilega vildi til að Geiri kippa var aleinn og miðalaus þannig að af einskærri góðmennsku minni þá seldi ég honum miðann. Og okraði næstum því ekki neitt. Nú þarf ég ekki að gera góðverk aftur næstu 39 árin.En eftir sat Halez greyið með sárt hnéð. Það gengur bara betur næst.
Megakrapp

Á meðan dyggir lesendur Krappetíkrappsins bíða eftir þýsku klámljósmyndinni úr steggjapartíinu hans Berta Stull, þá er hægt að svala fýsnum lesendanna tímabundið með þessari mynd:Ef lesandinn gefur ímyndunaraflinu lausann tauminn þá er nokkuð víst að ýmsar áhugaverðar kenningar geta komið upp varðandi hvað það er sem lætur R. Steik setja upp þennan indæla svip.