14.12.05

Kongkrapp

Tvífarar dagsins:Heitt ráð í boði Krappetíkrappsins: Mælt er með því að þeir sem leggja leið sína í kvikmyndahús til að berja augum Kónginn Kong, hafi með sér tangir eða önnur tól, til að geta gelt alla þá 14 ára drengi sem geta ekki haldið kjafti í bíó og láta ítrekað út úr sér setningar eins og "djövull er þetta vel gert mar" eða "ég vissi alveg að hann myndi gera þetta, ég sá það í treilernum". Því miður hafði ég engin slík verkfæri með mér, og þurfti því að sitja undir þessu þvaðri í rúma þrjá tíma. Sem betur fer var myndin ekki alslælm.

ps. Önnur myndin hér að ofan er tekin úr hinu sívinsæla teningaspili ULTIMATE 10.000. Hægt er að gleðja æsta lesendur með því að ný útgáfa er á leiðinni, sú besta hingað til.