22.7.05

Eldsneytiskrapp

Lenti í því að horfa á mjög hressandi innslag á Aksjón áðan þar sem verið var að fjalla um nýopnaða strax-búllu/sjálfsafgreiðslubensínsstöð útí Þorpi (ég reyni helst aldrei að fara út fyrir á nema tilneyddur þannig að ég geri ekki ráð fyrir að verða fastakúnni). Þar var talað við einhvern snilling hjá Olís, sem lét þessi gullnu orð falla (sirkabát orðrétt) þegar hann var inntur um ástæðu þess að opna þessa bensínstöð:

"Við höfum fundið fyrir vaxandi áhuga fólks á að kaupa ódýrt bensín."

Áhugi fólks á því að eyða sem minnstu í heimilisbílinn hefur einmitt verið í sögulegri lægð í 30 ár... Ókei þetta kannski hljómar ekki eins absúrd hérna og þetta gerði læv on tíví, en mér fannst þetta nokkuð súrt komment.