12.7.06

Svía-Heklukrapp

Hefst þá krappið á ný eftir stutta sumarpásu.

Við fengum Svía í heimsókn eins og hægt var að lesa út úr einhverri af síðustu kröppum. Þar var á ferðinni sænskur bekkjarbróðir ásamt spúsu sinni, sem vildu ólm "teik itt tú ðe maxx" á ferð sinni um Ísland. Þau voru því búin að plana ferð upp á hinn fruntalega hipp och kúl Hvannadalshnjúk, en vegna veðurs þá varð ekkert úr því. Í sárabót gerðum við heiðarlega tilraun til að klífa Heklu, sem nú verður að eilífu fest í bæti á veraldarvefnum í þessari skemmtilegu og lifandi myndaseríu.

Það er frekar erfitt að festa veður á filmu, þannig að ég efast um að það komist vel til skila þarna. En veðrið var sumsagt frekar flippað þennan daginn, rok, rigning, snjóbylur og sól til skiptis (að sjálfsögðu stundum allt í einu). Það varð einstaklega hvasst þegar ofar dró, svo hvasst að við þurftum að gefast upp á ögurstundu og snúa við (og þá var líka hressandi að hafa vindinn í bakið).

Hanna að tjilla með hrauninu.




Brattur uppförsbacke.


Anna hin sænska í uppförsbackanum.


Hanna að halda í húfuna sína.


Hanna uppi á "toppnum" (eða þeim topp sem við komumst á). Þessi mynd átti held ég að fanga það hversu vel hvessti þarna uppi. Mér finnst hún koma því einstaklega vel til skila.


Sama hér, Markus hinn sænski í hvassviðrinu.


Ferðin niður.


Hanna með vindinn í bakið.


Æðstiprestur Molans í kröppum dansi.


Tjillað að lokinni göngu í utanvegarsaksturshjólförunum.


Í heildina séð nokkuð hressandi göngutúr. Markúsi hinum sænska þótti reyndar mínus að komast hvergi í fljótandi hraun. Tökum það næst.

Engin ummæli: