18.10.03

Geirakrapp

Krappetíkrappið getur ekki annað en bætt örlitlu við í öfluga veggmyndaflóru Geira kippu, hérmeð kynnum við til sögunnar tvær útgáfur af "Einbeitta Geira" og eina útgáfu af "Kreisí Geira".Pikk of ðe weak III

halez.net, RobbiK.net og hörðurflóki.com í miklum ham.
Pikk of ðe weak II

Farbrorinn að taka Kassmæer(TM) einhversstaðar á Austurlandi.
Pikk of ðe weak

Hörður og RobbiK.NET að skemmta sér á Egilsstöðum.

12.10.03

Skrýtlukrapp

Nokkuð sterk gamansaga hjá Überkommúnistanum. Gæti vel trúað því að hún sé jafnvel betri læv.
Krækjukrapp

Ákvað fyrst ég var nú að þessu á annað borð að uppfæra krækjusafn síðunnar, eða það sem kallað er "Annað gott krapp". Ástæðan fyrir þessu er sífellt áreiti frá Tryggva Ex-ara, en það fyllti mælinn að hafa lent á krækjusvartalistanum hans átjánda skiptið í röð (þó það sé í raun ekkert annað en ódýr auglýsing, sama hversu effektív hún reynist).

Fyrir utan að þóknast Ex-aranum þá bætti ég við tveimur kröppum, honum Denna , en við vorum vistmenn á Hæli í Hrísey sumar eitt fyrir u.þ.b. 8 árum, og Bóbó Bear Ass, sem hefur helst sér til frægðar unnið að hafa dauðabreikað í hljómsveitinni OHGEATH við góðan orðstír. Held að það sé nokkuð ljóst að einn maður hefur aldrei í sögu krappsins krappað eins mikið og dauðabreikarinn. Þónokkuð gott krapp, þó það sé með öllu mannskemmandi. Finnst reyndar áhugaverð þetta bangsapabbablæti í honum og Überkommúnistanum, kannski eitthvað skapgerðarmönster þar á ferð.

ps. varðandi fyrirsögnina þá var ég töluvert lengi að velta því fyrir mér hvaða íslensku þýðingu á orðskrípinu "línkur" ég ætti að nota og notaði að sjálfsögðu þá sem reyndist hvað bragfræðilega rétt þegar hún var notuð í þessu samhengi. Verst að þetta þýðir víst að ég hef orðið fyrir meiri áhrifum frá Sverri Páli en ég hef hingað til viljað viðurkenna.
Dagblaðakrapp

Eftirfarandi fyrirsögn var birt á baksíðu Morgunblaðsins í gær:

"Ástamál flæktu líf Vilhjálms Stefánssonar"

Ég veit nú ekki af hverju Mogginn er endilega að flagga þessu í þátíð. Finnst nú að þeir ættu að uppdatera heimildamenn sína. Allavega eru ástamál ekkert hætt að flækja mitt líf frekar en annarra sem enn draga andann.

Þessi fyrirsögn fer í hóp blaðaúrklippna um líf mitt sem hafa áður birst með eftirtöldum fyrirsögnum:

"Amman bjargaði lífi Vilhjálms Stefánssonar"

"Staðfest að Vilhjálmur Stefánsson er faðirinn"

"Vilhjálmur lifir"

"Vilhjálmur fermdur"

Ég veit sennilega manna best hvernig er að lifa lífi undir gagnrýnu augliti fjölmiðlanna.