26.1.09

Gestabókarkrapp

Krappetíkrappið hefur aldrei verið feimið við að blanda sér í pólitíska umræðu, hvort sem er á landsvísu eða í heimsmálum. Þess vegna mun þetta krapp fjalla um gestabækur.

Foreldrar mínir háaldraðir hafa kennt mér ýmislegt misgagnlegt, en af því gagnlega má nefna ágæti gestabóka. Það er sjaldan að einhver þrýsti nefbroddinum inn um dyrnar í Þór103 án þess að vera neyddur til að skrifa í gestabókina fyrir brottför. Enda eru til nokkrar útfylltar bækur í arkvívum heimilisins sem spanna meira en 30 ára búskap og eru einkar fróðleg söguleg heimild. Færslurnar eru misgóðar, þær bestu eru yfirleitt frá kvöldi 17. júní þegar árlegt Oddeyrargötugrill-svall fer fram. Um seinnipart 9. áratugarins var ekki óalgengt að hver 17. júní-gestur tæki sér heila blaðsíðu undir sína kveðju. Skrifaði endilega ekki endilega mikið en með þeim mun stærra og óskiljanlegra letri.

Besta færslan sem ég hef séð er þó frá upphafi þessa áratugar, einmitt úr svallpartíi, þó ekki 17. júní svalli. Þarna hafði ungur maður verið í heimsókn sem svo oft áður, og skrifaði síðla nætur stutta en hnitmiðaða kveðju sem ég ætla hér með að gera endanlega ódauðlega og deila með æstum lesendum Krappetíkrappsins. Nafn viðkomandi hefur verið ruglað með þartilgerðu tóli í MsPaint en það ætti ekki að hindra suma glögga lesendur að härleda sig fram til skrivarrens identítät, sérstaklega ef þeir hafa einhverntíman deilt skólabekk með höfundi. Smellið til að stækka.