30.1.05

Gönguskíðakrapp

Í tilefni af því að þögnin hefur á annað borð verið rofin þá er ekki ástæða til annars en að gera það með stæl með lítilli skemmtisögu.

Einn fagran sunnudagsmorgun fyrir nokkru síðan þá ákváðum við Hanna að fara á gönguskíði. Færi var ágætt. Þó gleymdi ég að nota viðeigandi áburð, sem gerði það að verkum að rennsli var ekki eins og best verður á kosið. Þó renndum við okkur í góðan klukkutíma. Núna hefur hins vegar hlánað og er ekki útlit fyrir frekari gönguskíðaiðkun í bráð.

Þetta finnst örugglega engum skemmtileg lesning, nema þá helst honum Vara frænda mínum og öðrum líkt þenkjandi öfuguggum.
KASSMÆER

Ef að þetta er ekki ástæða til að rjúfa þessa þrúgandi þögn á Krappetíkrappinu sem án efa hefur plagað æsta lesendur undanfarnar vikur þá veit ég ekki hvað.

Þegar Iron Maiden spiluðu í Laugardagshöll '91 eða '92 þá leyfði karl faðir minn mér ekki að fara sökum aldurs. Spurningin er: mun hann leika sama leikinn í þetta skiptið? Tjún inn nexxxt vík for mor njúws.

Ég er alltént mjög glaður maður í dag.