21.10.06

Kramer-krapp

Var að hræra í einhverjum gömlum hörðum diski og fann þar meðal annars heimasíðuna "www.nett.is/~vilst" sem var óvéfengjanlegur miðpunktur veraldarvefsins um miðbik árs 1997. Í þeim pakka var mjög hressandi síða sem ég tileinkaði persónu Kramers úr Seinfeld þáttunum. Krýningardjásn hennar var hrúga af myndum þar sem ég hafði dundað mér við að (óaðfinnanlega) fótósjoppa Kramer inn á ýmis mikilvæg augnablik í mannkyns- og menningarsögu heimsins. Til dæmis var hann bæði viðstaddur embættistöku Lyndons B. eftir Kennedy morðið og kumpánlegan fund Fídels Castro og aðalritara Sovétríkjanna Nikítu Krútsjéf (sem er kannski ekki furðulegt miðað við að hann virðist líka hafa tekið virkan þátt í rússnesku byltingunni). Og hann hitti bæði Elvis og Ástþór Magnússon. Svakalegt? Smellið á Hans Óla til að upplifa dýrðina.

Engin ummæli: