25.3.04

Símakrapp del II

Fyrir æsta lesendur Krappetíkrappsins sem geta vart sofið vegna spennu út af Stóra Símamálinu, þá get ég glatt viðkomandi með því að niðurstaða er komin.

Í gær fékk ég sumsagt hringingu um að síminn minn væri kominn úr viðgerð. Vippaði ég mér yfir í stórverslun Og Voðafóns á Akureyri og las þar starfsstúlka upp fyrir mig eftirfarandi skýrslu:

"Rafhlaða var ónýt, skipt var um hana. Síminn opnaður og yfirfarinn."

Gríðarlega hressandi að það tók rúmar 2 vikur að komast að því að batteríið var í krappi. Krapp krapp og megakrapp.