13.7.02

Samkvæmt heimasíðu bæjarstarfsmannsins hefur Villi frændi verið valinn maður vikunnar. Það hlýtur að túlkast þannig að Villi frændi hafi verið kosinn af öllum starfsmönnum Akureyrarbæjar sem frambærilegasta og dýrmætasta eign Akureyringa um þessar mundir.

Ég hélt ég væri búinn að gera post og publish og allt á þessa yfirlýsingu í gær en sú staðreynd að þetta komst ekki til skila á veraldarvefinn segir mér að tölvuhæfileikarnir ganga ekki í erfðir.

12.7.02

Samkvæmt heimasíðu bæjarstarfsmannsins hefur Villi frændi verið valinn maður vikunnar. Það hlýtur að túlkast þannig að Villi frændi hafi verið kosinn af öllum starfsmönnum Akureyrarbæjar sem frambærilegasta og dýrmætasta eign Akureyringa um þessar mundir.
Ég er líka á sænskum tíma. Gaman að kynna það að ég er núna officially kominn í eins dags frí frá neðanþvottum en ég fékk það einmitt í gegn á morgunfundi áðan að höfuðáhersla verður lögð á að þvo fólki sem er með kúk og piss í sinni bleyju. Það þýðir á manna máli að ekki þarf að vekja fólk sem að er ekki blautt og þvo því að neðan með þar til gerðum svampi. Þetta er stórt framfaraskref fyrir bæði mig og mannkyn allt í heild sinni.

Verð annars að segja maximum respect við Ali G þar sem ég var að enda við að horfa á hann taka viðtal við Posh spice og David Beckham og var þetta með fyndnari sjónvarpsatriðum sem ég hef séð á minni löngu ævi.

10.7.02

Tímakrapp2

Ég er líka á sænskum tíma.
Tímakrapp

Þessi síða er ennþá á sænskum tíma. Best að halda því þannig til að viðhalda sérstöðu okkar á veraldarvebbnum.
Gleðikrapp

Þessi vefsíða var valin áttundi heitasti staðurinn á veraldarvebbnum í nýlegri könnun. Til hamingju með það allesammens. Gæti kannski verið tengt því að bæjarstarfsmaðurinn hefur ekkert minnst á Krappetíkrappið síðustu daga.

Best er að vara Akureyringa og nærsveitúnga við, þar sem að partídýrið halez er á leiðinni í bæinn til að mála hann í ankannarlegum litum. Mikið gleðiefni, og verður sú heimsókn án efa dokjúmenteruð.

Ekki skánar það þegar tillit er tekið til þess að Franzsonur er einnig mættur á svæðið, ferskur úr djöflabælinu henni Kaliforníu. Hvar endar þetta?