24.9.06

Flókakrapp

Nú þegar hvergi er lengur hægt að kjósa Magna þá skilur það óneitanlega eftir gapandi sár á sjálfsímynd kosningaóðra Íslendinga. Til að setja sýndar-plástur á það sýndar-sár þá má benda á að nú er hægt að kjósa hinn íslensk-norska handboltakappa Hörð Flóka Ólafsson sem leikmann mánaðarins á heimasíðu Elverum håndball. Sem "Begrunnelse" er tilvalið að setja "Fördí han er íslænning" eða "Han er kjæmpebra í Championship Manager 4".

Engin ummæli: