20.9.03

Leiðréttingarkrapp

Reyndar á Gunni Jóh. ekki afmæli fyrren í dag. Mæ misteik. En afmæliskveðjan stendur öngvu að síður fyrir sínu.

Einnig á nafni minn og forfaðir, Villi á Brekku, afmæli í dag og fyllir hann 89 ár. Gaman að því.

18.9.03

Gunna Jóh krapp

Ei alls fyrir löngu héldu eðalþjónninn Gunni Jóh og eðalkommúnistinn Melli af stað í reisu mikla á farartæki af tegundinni "rússi". Ætlunin var að keyra á rússanum til Seyðisfjarðar og taka þaðan Norrænu til Kaupmannahafnar og rúnta þaðan um heiminn. Helsta óvissuþátturinn í ferðinni var hvort rússinn umtalaði myndi yfir höfuð endast til Seyðisfjarðar, en síðast þegar ég frétti hafði það allavega gengið eftir með glæsibrag, enda um eðalfarartæki að ræða.

Ástæðan fyrir að ég brydda upp á þessu er að Gunni Jóh er aldarfjórðungsgamall í dag, og þar sem hann er ekki náanlegur þá verð ég bara að kasta einu stykki afmæliskveðju út í frumskóg upplýsingahraðbrautarinnar og vona að hún nái til hans.

Hérna er hægt að nálgast nokkur augnablik frá brottför rússans.