6.4.04

Tækninýjungakrapp

Í tilefni af því að þessi krappí sími sem ég keypti hefur enn ekki bilað (aftur) þá ákvað ég að það væri kominn tími til að nýta hann í eitthvað skárra en 900-númer og spjallið á textavarpinu. Nú hefur því göngu sína hrottalega spennandi liður á Krappetíkrappinu, en það er svokallað emmBlogh. Geri reyndar ekki ráð fyrir að þetta endist lengur en út apríl því þá fara myndskilaboð hjá Símanum að kosta pening aftur og það örugglega meira en nokkru sinni fyrr.

Best því að hamra járnið á meðan það er heitt og því geta æstir lesendur skellt sér á emmBloghið og skoðað gæludýrin þrjú sem ég fæ að hafa hjá mér í vinnunni. Hvað getur verið áhugaverðara spyr ég?

ps. góðar fréttir fyrir Pixies-miðalausa menn eins og mig.