9.7.07

Roskilde-krapp

Alltaf gaman að tygja sig heim eftir svona svakalega hressandi útilegu í útlandinu.





















Mottó síðustu daga: "Það er alltaf hægt að finna einhvern sem hefur það meira skítt en þú." Yfirleitt þurfti ekki að leita lengi.

Annars held ég bara svei mér þá að ég hafi náð mér í nett kvef um helgina, eins ótrúlegt og það hljómar. En keypti mér þó tvenn ný gúmmístígvél, sem hlýtur að vega upp á móti því að einhverju leyti. Einnig var ágætt að komast í heimahús í Sjöbenhamn og fara í ákaflega heita sturtu. Hefði örugglega ekki verið hleypt um borð í flugvél til Íslands ef ég hefði mætt í sauruga festival-átfittinu.