28.9.06

Weezer-krapp

Mér hefur nýlega orðið það ljóst að Uppáhalds Platan MínTM a.k.a. Besta Plata Allra TímaTM á 10 ára útgáfuafmæli um þessar mundir. Æstir lesendur gera sér án efa grein fyrir því að þarna er ég að vísa í hið ódauðlega meistaraverk Pinkerton með hljómsveitinni Weezer, sem kom út þann 24. september 1996. Þá var ég reyndar nýbúinn að fá mér fyrstu plötuna með Korn og var á leið inn í þriggja ára tímabil af nonstopp "fimm-reiðum/misnotuðum-ungum-mönnum-frá-Kaliforníu"-hljómsveitum, og ég held að ég hafi ekki heyrt Pinkerton í heild sinni fyrr en svona 4 árum síðar, en það reyndist þá líka vera upphafið á fallegri vináttu. Hápunkturinn á tónlistarferli mínum hingað til (fyrir utan glæstan feril með OHGEATH) var síðan þegar ég rústaði El Scorcho í pínulitlum karaóke-bás út í Japan í fyrra. Ég ætti kannski að fá Sinfóníuhljómsveitina til að flytja plötuna með mér í heild sinni í Höllinni, það yrði ekki það vitlausasta sem það lið hefur látið plata sig út í.Ég mun í tilefni af þessum tímamótum tileinka þessari skífu næsta swissmokka sem ég fæ mér á Bláu könnunni. Það ætti að vera öllum ljóst að ég tileinka ekki swissmokka hverju sem er.

24.9.06

Flókakrapp

Nú þegar hvergi er lengur hægt að kjósa Magna þá skilur það óneitanlega eftir gapandi sár á sjálfsímynd kosningaóðra Íslendinga. Til að setja sýndar-plástur á það sýndar-sár þá má benda á að nú er hægt að kjósa hinn íslensk-norska handboltakappa Hörð Flóka Ólafsson sem leikmann mánaðarins á heimasíðu Elverum håndball. Sem "Begrunnelse" er tilvalið að setja "Fördí han er íslænning" eða "Han er kjæmpebra í Championship Manager 4".