20.5.05

StafRófskrapp II

Ég segi nú bara greyið Darth Vader. Manni langar nú bara til að taka utanum hann og gefa honum stórt knús eftir öll þessi átök.
StafRófsssskrapp og læknanemakrapp

Aðeins 45 mínútur í StafRófs III - ég er ekki baun spenntur.

Sem minnir mig á það að ég fór í hrottalega gott partí hjá RobbaK um síðustu helgi. Þar var staddur ónefndur fyrrverandi sjöttaárslæknanemi sem einnig ku vera skyldur mér á einhvern óskiljanlegan hátt. Það er skemmst frá því að segja að títtnefndur læknanemi átti kvöldið með óborganlegum frásögum af viðskiptum sínum við uppboðsrisann íBei. Það var ósjaldan sem veislugestir lágu í krampakasti yfir óförum læknanemans.

Þessi læknanemi náði um miðbik tíunda áratugarins að byggja upp nokkuð gott orðspor sem pistlahöfundur í málgagni stjórnarandstæðinga í Menntaskólanum á Akureyri. Pistlar þessir voru yfirleitt sendir til mín í tölvupósti mjög snemma morguns, oftar en ekki skrifaðir undir mjög sterkum áhrifum morfíns. Gríðarlega góðir pistlar þar á ferð.

Þar sem títtnefndur læknanemi er ekki lengur læknanemi þá ætti hann þar með að eiga mun meiri frítíma aflögu en áður, sem er tilvalið að eyða í að hefja pistlaskrif á ný, og eru þá ævintýrin á íBei alls ekki ónýtt umræðuefni. Auk þess þá er örugglega auðveldara fyrir hann en áður að komast í morfín ef þess skyldi þurfa til að örva sköpunargáfuna. Ég skora því á fyrrverandi læknanemann að hefja regluleg skrif á internetinu hið fyrsta til að leyfa umheiminum að njóta þess sem gengur á í hans frjóa huga. Honum er velkomið að tjá sig á Krappetíkrappinu enda var það upphaflega stofnað sem kollektívt athvarf ýmissa pistlahöfunda. Hér með er pistlahöfundirnn hvattur til að hafa samband við undirritaðan hið fyrsta til að sparka þessu verkefni af stað.