23.9.03

BANZAI-krapp

Tók eftir því um daginn þegar ég var á miðju kafi í eilífu kanalsörfi mínu að SkjárEinn er búinn að heita því að sýna snilldarþættina Banzai í vetur, ég fagna því mjög. Sá nokkra af þessum þáttum út í Svíþjóð og þótti þeir argasta snilld (og er viss um að hinn frómi fyrrum-skaufabæjarbúi RobbiK er mér hjartanlega sammála í því).

Það er reyndar ákaflega erfitt að lýsa þessum þáttum eða í hverju snilldin er fólgin, ætli það sé ekki næst því að kalla þetta jackass með austurlensku ívafi. Hinir fjölmörgu lesendur Krappetíkrappsins eru alltént hvattir til að kynna sér þessa þætti ef þessi sjónvarpsstöð skyldi gera alvöru úr því að senda þá út.