25.3.06

Kanakrapp

Fékk það göfuga verkefni að leiðbeina bróður vinnufélaga míns um lystisemdir Akureyrarbæjar. Sá er amerískur að uppruna, og hafði fengið þá flugu í höfuðið að skreppa í dagsferð í perlu norðursins svona fyrst hann var yfir höfuð á svæðinu. Við það að fara til Akureyrar sló hann líka sitt persónulega met í að vera norðarlega á hnettinum.

Ég fór með hann á rúntinn um bæinn, og stímaði náttúrulega fyrst norður Glerárgötu þar sem hver meter sem ég keyrði í þá átt þýddi nýtt met fyrir hann í að vera norðarlega. Gamanið endaði reyndar þegar ég tók skarpa hægri beygju við gellunestið. Hann getur þó allavega sagt frá því þegar hann fer til baka að "the farthest north I've been is the intersection of Hörgárbraut and Hlíðarbraut."

Hápunkturinn á túrnum var þegar ég keyrði með hann suður Hjalteyjargötuna og sagði með minni bestu túr-gæd-rödd "on the left we have the industrial harbour area". Og þó, hápunkturinn hlýtur að hafa verið þegar við keyrðum upp á ruslahauga. Hann sagði að ef að Akureyri væri amerískur smábær þá væru ruslahaugarnir staðurinn þar sem allir underage krakkarnir samlast til að drekka, djúsa og "meika át". Þarna eru greinilega glötuð tækifæri fyrir akureysk ungmenni. Í staðinn fyrir að reyna að svindla sér inn á Amor þá er mun hentugra að tjilla bara upp á haugum með nokkrar tveggja lítra flöskur af blandi.

Í Svíþjóð áskotnaðist mér hið merka spil "Grand Master Mind", sem við Halez spiluðum oft af kappi á námsárunum. Ég hafði hins vegar ekki snert á því í einhvern tíma, en fyrir tilviljun var ég með það í bílnum þegar ég fór með bróðurinn í bíltúr (eða kannski var ég orðinn það örvæntingarfullur að ég var farinn að rúnta um bæinn í leit að fólki sem var til í einn stuttan). Viti menn, það fyrsta sem hann sagði þegar hann kom inn í bílinn var "Whoah, you've got Grand Master Mind! Cool!". Eftirleikurinn var auðveldur. Bíltúrinn endaði því á Karólínu þar sem við spiluðum þetta yndislega spil við rómantískt kertaljós í einhverja klukkutíma, og það var verulega kærkomið að fá loksins einhvern sem nennti að spila það við mig.

Ætla að enda þetta á smá MasterMind geðveiki úr Svíþjóð. Eins og sést þá skín spilagleðin úr andliti Halezar.



Ef einhver finnur fyrir óstjórnlegri löngun í einn snöggan eftir þessa lesningu þá vitið þið hvar ég á heima.

22.3.06

Siggakrapp

Enn og aftur sannast það að Krappetíkrappið hræðist ekki að presentera hér efni hvers hliðstæða hefur aldregi áður sést á weraldarwefnum. Og ef að þetta er ekki þess virði að hafa mánuð á milli færslna þá veit ég ekki hvað.