18.12.12

Borðtölvukrapp

Var að nettengja borðtölvuna mína í fyrsta skipti í einhver 5 ár. Sjötíu og fjórum windóws öppdeitum síðar er alveg gráupplagt að blogga eins og það sé tvöþúsundogfimm!!!!




20.9.10

Modde-ra-tana-krapp

Fljótlega uppúr 45 sekúndna markinu í þessari frétt kemur einn sá allra svæsnasti sænskuframburður sem ég hef heyrt frá íslenskum fréttamanni. "Modde-ra-tana". HVAR ERTU BOGI ÁGÚSTSSON, ÉG ÞARFNAST ÞÍN!!!

15.5.10

Interpól-krapp

Krappetíkrapp kynnir: Interpól-bálkurinn.

1.
Mér lýsir eftir Interpól,
ei veit ég hvað skal gera?
Jú! Þýfi stinga undir stól,
og stela lite mera*!

*ATH Stíf sukkpartí við Stureplan í Stokkhólmi valda tíðum sænskuslettum hjá yfirmönnum gamla Kaupþings.

2.
Nú halda vil ég heilög jól
og hátíð- vera -legur
Þá allt í einu Interpól
á eyrum burt mig dregur!

3.
Í mér blundar bankafól
sem brýst fram reglulega.
Þá á mig stekkur Interpól!
Ég aumur fyllist trega :(.

4.
Mér finnst gott að klæðast kjól
og klína á mig farða.
Af hverju skyldi Interpól
um það nokkuð varða?

5.
Í ofsa-tjilli á Tortól-
-a það væri skaði
ef mig fyndi Interpól
með innfæddum í baði**!

**Óritskoðuð útfærsla á síðustu línu fæst aðeins munnlega.

8.1.10

Dokusápu-krapp

Gaman að fá svona öppdeit frá Gautaborgar-Aðalheiði á því hvaða dokusåpur eru heitar þessa dagana í Svíaríki. Þegar ég var upp á mitt besta þá voru aðalþættirnir Robinson, Baren og Big brother (reyndar er Survivor í rauninni útlensk útgáfa af Robinson því sænski þátturinn kom á undan). Það besta við dokusåpurnar er þegar þetta lið sem nær langt í þáttunum verður svokallað kändis og er þá ævinlega eftir það kennt við þáttinn sem það kom fram í. Hver man ekki eftir Robinson-Robban, Baren-Fredde og Farmen-Andreas? Þau eru síðan endalaust að dúkka upp sem svokallaður joker eða óvæntur þáttakandi í öðrum seríum, enda vita þeir sem pródúsera þetta gæðastöff að það er præsless að sjá svipinn á þáttakendum þegar hinn alræmdi Big brother-Jonas er kynntur til sögunnar í leiknum þegar sextánda sísonið af Baren er rétt hálfnað.

Hápunkturinn á Svíþjóðardvöl minni var einmitt þegar ég var í x2000 lestinni á milli Sthlm og Skaufabæjar (með Robba og Ragga minnir mig) og við föttuðum helt plötsligt að hin legendarísku Baren-Ingo og Baren-Meral voru í sama vagni og við. Sátu bara nokkrum metrum frá okkur. Slíkar axlastrokur við fræga fólkið hef ég ekki upplifað hvorki fyrr né síðar.

20.5.09

Veðurkrapp

Á svona dögum er ekki annað hægt en að blogga um veðrið og láta tiltölulega handahófskennda mynd fylgja með.

26.3.09

Radíókrapp

Á sunnudögum fer nú fram merkileg röð viðtala í þættinum Helgarútgáfunni. Fyrir tæpum tveim vikum var það Rúnar Leifsson fornleifafræðingur sem leit í heimsókn og ræddi m.a. um hinar merku kvikmyndir Howard the Duck og The Stuff. Núna síðast var viðmælandinn svo Vilhjálmur Stefánsson tölvunarfræðingur sem fór yfir glæstan en snarpan feril hljómsveitarinnar LBA (feis/speis) með þáttarstjórnanda. Þar var tónlist sveitarinnar spiluð í fyrsta skipti í ríkisreknu útvarpi svo vitað sé, og það er óneitanlega tilhlökkunarefni að fá spikfeitan STEF-tékkann inn um lúguna að ári liðnu. Rúnar er hægt að hlusta á hér (eftir ca. 1:24) og Vilhjálm er hægt að hlusta á hér (eftir ca. 1:16). Eftir báða þættina gjörsamlega skíðloguðu moggabloggheimar af ummælum æstra húsmæðra sem fögnuðu þessum útvarpsviðtölum og töldu þau óaðfinnanlega ráðstöfun á nefskattpeningum sínum. Skal það engan undra sem á hefur hlýtt.

14.3.09

Háskólaútskriftarkrapp

Fyrir nokkrum vikum síðan rölti ég á pósthúsið og sótti ábyrgðarbréf, sem reyndist innihalda skínandi prófgráðu frá hinum sænska Skaufabæjarháskóla. Mikið gladdi það mig óskaplega, enda voru þá liðin 9 ár og 6 mánuðir síðan ég settist fyrst á skólabekk við téðan skóla. Það var orðið nokkuð þreytt þegar menntun barst í tal að þurfa alltaf að útskýra að ég væri sko í rauninni bara 97,5% tölvunarfræðingur og ætti alltaf einn áfanga eftir, og það væri sko allt einhverjum hundlélegum fúlskeggjuðum þýskum prófessor að kenna. Þeir tímar eru allavega liðnir, þannig að ég mun næst geta gefið mjög afdráttarlaust svar næst þegar Gallup hringir og vill vita allt um menntun mína. Beinn ávinningur af þessari prófgráðu er svosem enginn annar, ég er allavega með nógu mikla lokaverkefnisfóbíu til að tilhugsunin um mastersnám valdi mér svima og ógleði.

Ég hélt svo smá kaffiboð fyrir vini og vandamenn fyrir nokkrum vikum, þar sem þessi mynd var tekin af mér, RobbaK og JFK. Það væri nú í góðu lagi að hafa svona míní-haus vaxandi útúr öxlinni á mér ef hann væri ekki sífellt tuðandi allan liðlangan daginn. "Getum við stoppað í sjoppu?", "Mig langar í ís", "Ég vil ekki horfa á Howard the duck enn einu sinni". Óþolandi.



Svona lítur þessi skínandi prófgráða svo út. Ég fékk að sjálfsögðu 5 í öllum áföngunum.



Fleiri epískar myndir má sjá hér.