14.2.05

Windblówskrapp

Að nota Windows á íslensku getur verið fjári góð skemmtun. Sérstaklega þegar upp poppa svona hressandi skilaboð eins og þessi (hægt að smella á krappið til að fá það stærra):

Fimmtíusents-krapp

S. Reynir var svo elskulegur að kunngjöra þessar yndislegu gleðifréttir. Ég sem hélt að húfugreyið hefði glatast að eilífu í ölæði ungra manna að sunnan. Sem betur fer gripu örlaganornirnar í taumana og vænti ég þess að sameinast 50 sentum innan tíðar.

Í tilefni af því fáum við mynd af honum Vara.