16.7.02

Mjámjá?

Akureyringum fjölgaði enn meira í gær þegar ég gerði mér lítið fyrir og rölti niðrá bæjarskrifstofur í þeim tilgangi einum að segja að ég væri mættur á svæðið. Gleymdi að vísu að taka eitthvað vottorð með mér frá Svíaríki sem gerir það að verkum að það tekur án efa fleiri ár fyrir þessar fruntalegu breytingar að rúlla í gegn, en ég er svosem ekki að flýta mér frekar en fyrri daginn.
Lénkrapp

Ég verð nú að viðurkenna að ég öfunda RobbaK örlítið yfir að vera með svona últrahipp lén sem er vel prenthæft á allskyns bissnesskort af öllum stærðum og gerðum. Það er því metnaður minn að koma mér upp einu slíku. Mér dettur helst í hug lénið www.fulluríeiginælu.com þar sem yrði helst að finna myndir af mér og minni fjölskyldu í annarlegum ástöndum (jafnvel hætt við því að ég sýni brjóstin eins og er víst svo móðins nú til dags). Þyrfti samt helst að sofa á því.
Krappkrapp

Hápunktur dagsins var í hádeginu þegar ég hamsaði vinnufélaga minn í hinni fornu íþrótt bobbb, en við eigum það til að taka "einn snöggan" (nötsj nötsj sei nó mor sei nó mor nó vott æ mín nó vott æ mín) eftir að hafa belgt okkur út af norðlenskum krásum. Eftir það hefur leiðin legið beina leið til helvítis og er það hið mesta krapp.

Ég er þó alltént nokkuð góður í að finna Valla.

14.7.02

ARGASTA SNILLD-KRAPP!

Ég gæti sleikt á þeim eyrað sem datt í hug að færa saman tvö af merkustu menningarfyrirbrigðum samtímans, Weezer og Prúðuleikarana.



Þetta er óendanlega langbesta myndband sem nokkurntíman hefur verið gert!

Eftir 39 daga, 16 tíma og 21 mínútu verður rokkað feitt. Vonandi taka Weezer froskinn með.
Dýrakynlífskrapp

Þetta er snilld. Einhvurntíman minntist ég á það að einhver aum sál hefði farið inn á Krappetíkrapp eftir að hafa slegið inn leitarorðið "animalsex" á leit.is. Nú var ég aftur að kíkja á teljarann, og sá þá að einhver önnur (eða kannski sama?) aum sál hafði farið inná Krappetíkrapp eftir að hafa slegið inn skilyrðið "animalsex instructions" á google.com. Þessi sál toppar þokkalega hina í ömurlegheitum þar sem hún virðist þurfa á leiðbeiningum að halda við dýrakynlífið. Hvursu paþetískur getur einn pervert orðið?

Það sem bætir enn á kátínuna er að Krappetíkrapp kom upp einmitt af því að ég hafði verið að minnast á hitt skiptið þegar hún kom upp. Það virðist því sem ég sé búinn að koma af stað keðjuverkun sem verður til þess að Krappetíkrappið verður helsti viðkomustaður þeirra sem sækjast eftir grafískum lýsingum af samlagi manna og dýra. Gúddígúddí.
Gúrkutíðarkrapp

Mjámjá. Það er gott að fá viðurkenningu bæjarstarfsmanna fyrir störf sín. Ég veit samt ekki alveg hvernig ég á að taka þessari nafnbót, þar sem starfsmaðurinn segir að það sé "orðin algjör og hræðileg kvöð að þurfa að hugsa upp einhvern vitleysing til að gera mann vikunnar" fjórum sekúndum áður en hún ákveður að Villi frændi hljóti nafnbótina að þessu sinni. Hömm. Það er leiðinlegt að það skuli vera hálfgerð gúrkutíð í tilveru starfsmannsins, og þá er gott að vita til þess að það sé hægt að grípa í mig sem gúrku þegar þannig stendur á.

Ég vil hinsvegar leiðrétta smávegis sem að kemur fram í máli bæjarstarfsmannsins:

- Ég er ekki enn útskrifaður frá þessum blessaða skóla. Á einn skitinn áfanga eftir sem einhverjar gamlar lúðalegar syndir síðan í fyrra. Það massast samt á næstu misserum, óþarfi að flýta sér um of.
- OHGEATH er stafað með hái.
- Ég vil meina að trúarbrögð sé hægt að svipta yfir í eintölu og tala þá um trúarbragð. Molinn er sumsagt eitt trúarbragð af mörgum mögulegum.

Nú vona ég bara að ég nái að verja titilinn að viku liðinni. Ætti að fá nokkra plúsa fyrir að hafa eytt u.þ.b. 9 tímum samanlagt á caffi carólínu þessa helgina, og þá mest að degi til þar sem ég og Hrafnkell höfum setið maraþonsetu í tvígang og spilað alveg fruntalega mikið jatsí. Rokk on.