2.7.05

Duran-krapp

Ef einhver mætur einstaklingur hefði sagt mér árið 1990 að 15 árum seinna ætti ég eftir að fara á tónleika með Duran Duran þá hefði ég nú væntanleg efast um spádómshæfileika viðkomandi (og ef sami einstaklingur hefði sagt að ég ætti líka eftir að þurfa að bíða 15 ár eftir því að sjá Maiden þá hefði viðkomandi þokkalega fengið einn á lúðurinn).

Ég hélt nú samt með Duran í gamla daga (þó það hafi meira verið út af því að Öddi vinur bróður míns hélt með Wham! og ég gat ekki verið á sömu skoðun og hann), en hef nú aldrei gefið mikið fyrir þeirra tónlist. Nema reyndar lagið The Chauffeur, sem ég hef hlustað ósjaldan á í flutningi bárujárnsrokkhljómsveitarinnar Deftones, en ekki mikið í original útgáfunni. Ég hugsaði reyndar þegar ég heyrði það lag fyrst með Deftones að sennilega væri meira í Duran Duran spunnið en ég hafði fram að því viljað viðurkenna.

Ég sumsagt sló til með stuttum fyrirvara vegna hópþrýstings í vinnunni, og hafði engar væntingar aðrar en þær að ég myndi fara sáttur út ef ég fengi að heyra The Chauffeur. Niðurstaðan var sú að giggið kom mér mjög þægilega á óvart. Ég hafði aldrei getað ímyndað mér Duran sem gott tónleikaband, en þeir rokkuðu bara þónokkuð feitt. Simon Lebon hefur haft það orð á sér að vera frekar óstabíll söngvari á tónleikum, en hann sló ekki feilnótu allt kvöldið. Mér til mikillar gleði þá tóku þeir "lagið mitt" og í tilefni af því ætla ég að deila því með lesendum Krappetíkrappsins:

Deftones -The Chauffeur.mp3*

* mp3 skráin eyðir sér sjálf 24 tímum eftir niðurhal.
Varakrapp

Þá hefur fyrsti pistillinn frá Vara frænda litið dagsins ljós eins og æstir lesendur hafa án efa tekið eftir. Þokkalega geðveikt indíd.

28.6.05

Blandon-krapp

Annar stórviðburður helgarinnar var tónleikaröð Von Blandon fjölskyldusönghópsins þar sem allar helstu kirkjur höfuðborgarsvæðisins voru þræddar. Hófst tónleikaröðin í Hallgrímskirkju á laugardagskvöldið fyrir framan fleiri hundruðir sála og endaði í Bessastaðakirkju á sunnudagsmorguninn fyrir framan aðeins færri sálir.



Ég fattaði ekki fyrren um seinan að hafa með mér upptökutæki á giggin, hefði ekki verið amalegt að eiga bútleggið "Von Blandon: Live@Bessastaðir" í safninu. Tek það með næst þegar sönghópurinn treður upp (spurning um að bóka Kaffi Ak?).
Varakrapp

Náði að afreka ýmislegt um helgina, þar með talið að mæta über-färskur í útskriftarveislu Vara frænda. Náði hann þar með að næla sér í nokkuð mörg Frændastig. Á hinn bóginn þá var Sponni frændi á undan Vara að útskrifast þannig að það er spurning hvort það eigi nokkuð að útdeila þessum stigum. Reyndar fór ég ekki í útskriftarveisluna hans Sponna frænda þannig að þetta jafnast sennilega út.

Burtséð frá því hver eiginlega sé besti frændinn þá má Vari eiga skilið þakkir fyrir þetta rokna partí. Heimalöguðu sóma-tortillurnar voru einstaklega ljúffengar. Þarna var einnig árangur Vara á sviði ljóðlistar og pistlagerðar rifjaður upp við mikinn fögnuð, og hefur það án efa gefið honum byr undir báða vængi hvað varðar frekari afrek á þeim vettvangi. Ég, sem og aðrir lesendur Krappetíkrappsins, bíð spenntur.