Helvítis pöddukrapp
Nú er ég bitur, og það af náttúrunnar völdum. Nú þegar er farið að vora hér í ríki Svía og sólin skín í heiði (þ.e. "fjallinu" sem er vestan við bæinn, svona u.þ.b. jafn langt uppá það og að fara uppí Kaupang úr miðbænum á Akureyri) fara nefnilega pöddurnar á stjá. Einhverjar þeirra hafa deilt með mér sæng í nótt, þar sem það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að klóra mér heiftarlega á kálfunum. Kom þá í ljós að ég var allur útí rauðum flekkjum þar sem fjandans krýpin hafa nartað í mig. Helvítis krapp. Klæjar, klæjar, klæjar. Og klæjar. Þá hefur enn eitt bæst á listann yfir krapp sem ég mun ekki sakna þegar ég flyt frá Svíþjóð.
Helvítis pöddur
10.5.02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli