10.5.02

Er Árni Johnsen geðveikur?

Var að enda við að lesa grein eftir Árna Johnsen í Mogganum þar sem hann reynir að útskýra afhverju hann "stal" þessum vörum sem hann tók út á reikning byggingarnefndar þjóðleikhússins. Hann vill meina að þetta hafi bara verið laun sem hann átti inni og það hafi ekki verið ósiðlegt að taka þessi laun svona, þetta hafi bara verið mistök. Þvílíkur snillingur! Svo var hann í viðtali í Kastljósinu í gær og þegar ég horfði á það þá sannfærðist ég um það að þessi maður ætti að taka smá "timeout" á þar til gerðri stofnun. Þar sakaði hann Evu Maríu spyril um að óska þess að hann myndi bara stökkva fyrir björg og drepa sig. í næsta orði kallar hann fjölmiðlamenn mannætur og segir alla vera á eftir sér. Ég held að maðurinn sé kominn með ofsóknarbrjálæði.

Held ég hafi ekkert meira um þetta mál að segja að sinni, en á örugglega eftir að láta í mér heyra um það aftur.
Er farinn að læra undir síðasta prófið í bili og ætla svo að detta ærlega í það á morgun og ekki að fara á SSsól sem er leiðinlegasta hljómsveit á landinu.

Engin ummæli: