8.5.02

Brjálað plott í gangi

Var rétt í þessu að gera mér grein fyrir því að halez pönkari er bæði með kassagítarinn minn og ferðageislaspilarann í láni. Mig er farið að gruna að þetta sé alltsaman hluti af umfangsmiklu ráðabruggi hans sem stefnir að því að komast yfir allt það sem mér er kært í heiminum. Væri ekki hissa þó að skjárinn minn myndi plötslega gufa upp fyrir framan augun á mér, og í næstu andrá sæi ég halez hlaupa flissandi út með gripinn undir höndum. Ætli hann sé ekki líka að reyna við kærustuna mína helvískur.

Engin ummæli: