HVAMMSTANGAKRAPPTil að útkljá afmælisgjafastatistíkina í eitt skipti fyrir öll:
Þetta er hins vegar bara statistíkin hingað til. Ég var að heiman á afmælisdaginn og á örugglega eftir að fá nokkur geislasverð frá þeim sem ég hef ekki enn náð að hitta á síðan ég kom heim.
Og hvar kaus ég að spendera afmælisdeginum? Hvar annarsstaðar en á
HVAMMSTANGA lesendur góðir! Ég tók nefnilega þá gáfulegu ákvörðun að skella mér suður til Reykjavíkur daginn fyrir afmælisdaginn minn til að taka á móti heitmey minni sem átti einmitt að koma til landsins daginn eftir úr enn einni svaðilför sinni til Svíþjóðar. Hlutirnir æxluðust reyndar ekki eins og áætlanir sögðu til um, heldur fékk ég að dúsa í bifreið minni fastur í blindbyl í u.þ.b. 6 tíma þangað til hraustir björgunarsveitarmenn drógu mig út og skutluðu mér í félagsheimilið á
HVAMMSTANGA þar sem ég dvaldist (í mjög góðu yfirlæti reyndar) næstu 2 daga. Helvíti hressandi. Ég fékk reyndar óvæntan og góðan félagsskap í formi æskuvinar bróður míns,
Edward Huddsibenez og fjölskyldu, sem vildi svo skemmtilega til að voru einnig stopp. Betri klefafélaga var varla hægt að hugsa sér.
Svona leit ég út eftir að hafa verið fastur í u.þ.b. 35 mínútur. Enn ekki farið að sjá á mér. En samt merkilegt hvað manni vex hratt grön við svona erfiðar aðstæður.
Hérna er
hreyfimynd sem sýnir vel þá firringu sem ríkti í bifreið minni á meðan ég beið eftir björgun. Ath. ekki fyrir viðkvæma né flogaveika.
Daginn eftir fékk ég minn fjallabíl úr ánauð (þá var reyndar alveg jafn nöts veður og kvöldið áður) og parkeraði honum fyrir framan hið fræga (og stóra) félagsheimili á
HVAMMSTANGA. Japanski flottiljákurinn stóð sig bara assgoti vel miðað við aðstæður.
Daginn þar á eftir var loksins hægt að hunskast suður, og tók ég þá þessa mynd til að dokjúmentera púnktinn á
HVAMMSTANGAgatnamótunum þar sem ég sat fastur.
Þetta er svo mikil mega-færsla að hún þarf sinn eiginn theinkjú-lista:
- Stórt sját-át til allra björgunarsveitarmanna nær og fjær fyrir að nenna að standa í þessu. Megi þeir aldrei einkavæðast.
- Ástarkossar handa rauða-krossgellunum á HVAMMSTANGA fyrir fæði og húsnæði (þær suðu reyndar spaghettíið aðeins of lengi, en það er nú samt á mörkunum að ég geti verið að kvarta).
- Að lokum saknaðarkveðjur til allra sem hringdu eða sendu mér skeyti í útlegðinni í tilefni af afmælinu (þó ég hafi reyndar sent öllum sem eru í símanum mínum smess og heimtað árnaðaróskir).
Ég elska ykkur öll.