Haustið 1991 lét þáverandi forsætisráðherra ummæli falla á alþingi þess efnis að það mætti helst líkja skrípalátunum sem viðgengust þar við gagnfræðaskóla. Í kjölfarið sendu nokkrir ungir menn frá sér ályktun í dagblaðið Dag þar sem þeir fordæmdu þessi ummæli á þeim forsendum að þeir stundi nám við eina skóla landsins sem enn héti gagnfræðaskóli, og þeir kannist ekki við slík skrílslæti í sínum skóla*. Krafan var að forsætisráðherra sýndi iðrun ummæla sinna eða segði af sér ella. Í framhaldinu voru ungu mennirnir boðaðir í símaviðtal í síðdegisútvarpi Rásar2 þar sem fulltrúi hópsins var grillaður af óvægnum fréttasnápi.
Þessi yfirlýsing frá Æðstaráði 8. bekkjar D var rifjuð upp ásamt meðfylgjandi útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Fyrst og fremst á Rás2 á sunnudaginn og ég mæli eindregið með því að æstir lesendur Krappetíkrappsins smelli hér og spóli áfram á 9:30 og njótið.
* Það voru vissulega oggolítil skrílslæti í 8D (sem var kynjaskiptur strákabekkur) en þau voru af öðrum toga en á þinginu.
25.11.08
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)