8.6.02

Freðnistilkynningarskyldukrapp

Þar sem hefð hefur skapast fyrir því að ég kunngjöri freðni mína vía Krappetíkrappið, þá datt mér í hug að tilkynna lesendum um það að ég er ágætlega freðinn akkúrat í augnablikinu. Grunar að sú freðni sé kombinering af hinni klassísku exxxjobbsfreðni (eða lokaverkefnisfreðni eins og hún kallast á fræðimálinu) svo og freðni sem stafar af 5 tíma ofbeldisleikjaspilunarmaraþoni við halez yfir staðarnet byggingarinnar. Þar með er það skjalfest.

Síðan vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum yfir því að ekki fleiri séu búnir að sjá sér fært um að óska mér til hamíngju með exxxjobbsskil í gegnum kommentamekanisma Krappetíkrappsins. Í ögönblekinu er það einungis Ása gógógella fraukan atarna sem hefur gefið sér tíma í að massa komment, og á hún þakkir skildar fyrir það. Þessi dræmu viðbrögð má annaðhvort rekja til þess að það sé í rauninni enginn annar en Ása sem les þetta krapp, eða þá að allir aðrir fastagestir Krappetíkrappsins séu með eitthvað krónískt andblæti fyrir hamíngjuóskum. Ég trúi reyndar fruntalega mikið á fyrri valmöguleikann, en held þó í vonina enn um sinn.

Síðan má auðvitað minnast á að sumarlúkkið 2002 hefur fengið smá andlitslyftingu, sem ætti að gera Krappetíkrappið enn meira hipp og kúl en áður var, ef það var þá fræðilega mögulegt frá början.

7.6.02

XXXjobbs-krapp

Í morgun héldu þrautir mínar áfram við að koma þessu #&$!% lokaverkefni/examensarbete/exjobbi frá mér, vonandi í síðasta sinn. Byrjaði á því að sofa yfir mig og var ekki kominn niðurí #&$!% skólann fyrren klukkan 10, og hafði þá þrjá tíma til að prenta út skítinn, sem hefði átt að nægja undir venjulegum kringumstæðum. Það tókst reyndar á endanum að prenta út eitt eintak af krappinu, og kom þá í ljós að allir rammar utanum töflur í skjalinu mínu höfðu á einhvern undarlegan hátt gufað upp. #&$!%-ítis krappetíkrappetíkrappkrappetíkrapp. Þá hófst ég handa við að reyna að leiðrétta það, en það var sama sagan og í gærkveldi að Wörd-krappið krassaði eins og því væri borgað fyrir það. Þegar klukkan var langt gengin í tólf var ég orðinn nokkuð tæpur á geðheilsunni, og sem betur fer aumkaði handledarinn (leiðbeinandinn) minn sig yfir mig áður en ég snappaði endanlega og bauðst til að prenta út krappið fyrir mig. Það tókst í fjórðu tilraun, og var því búið að eyða í allt u.þ.b. 4x125=500 blaðsíðum af papýrus í ekki neitt, sem er sirkabát eitt mahóganýtré úr regnskógum Amazon. Nokkuð góður árangur. Þessi saga endar því nokkuð farsællega því mér tókst loks að troða fruntalega þykka pappírsbúntinu inní pósthólf prófdómarans áður en klukkan sló eitt, en tæpt var það. Þannig að enn og aftur er lýst algjöru #&$!%-ti á þetta #&$!%-ans tölvukerfi. Megi það fara til #&$!%-skotans.

Hér með er lesandinn skyldaður til að skrifa komment og óska mér til hamingju með þennan árangur. SKRIFA.

6.6.02

Skaufaskóla-#&$!%-krapp

Nú hef ég snúið aftur úr minni krappí fýluferð niðrí þennan #&$!% Skaufaskóla, þar sem mér tókst öngvan veginn að prenta út #&$!% lokaverkefnið. Ég fæ því ekki að sofa áhyggjulaus í nótt eins og ætlunin var. Hefði reyndar ekki sofið neitt hvorteðer útaf þessum #&$!% mýflugnabitum. Þessi #&$!% skóli er bara svo mikið #&$!% krapp að geta ekki #&$!%-ast til að halda þessu #&$!% tölvukerfi sínu í skikkanlegu ástandi einmitt þegar nemendur (lesist: ég) þurfa á #&$!% krappinu að halda. Sérstaklega í ljósi þess að þessi #&$!% tölvudeild gefur sig út fyrir að vera alveg ægilega góð en ég er nú farinn að hallast að #&$!% öðru. #&$!%-íng #&$!% #&$!%. Ef að þetta er ekki tilefni til að vera #&$!%-alega bitur þá veit ég ekki hvað.

Nú þarf ég að vakna klukkan #&$!%-íng 7 í fyrramálið til að #&$!%-ast niðreftir og gera aðra tilraun. Get ekki ímyndað mér að það verði mikið #&$!% skárra.
Fratkrapp

Jeg gef fullständigt frat i thetta datasystem. Aldrei ad koma nalaegt tölvum aftur. Öll min eventuella hugbunadarthroun uti atvinnulifinu mun fara fram med pappir og penna, eins og forfedur vorir gjerdu.
Helvitis Wördkrapp

Krappkrappkrappkrapp. Aldrei ad treysta thessum helvitis tölvum, thaer eru verkfaeri Beelzebubs.
Wördkrapp

Sit nuna nidri skola og er ad gera heidarlega tilraun til ad prenta lokaverkefnid mitt ut fyrir lokaskil. Krapp dagsins er ad nu hafa thaer tilraunir stadid yfir i 20 minutur, og a theim tima hefur Wörd krassad tvisvar. Jei.
Seinheppniskrapp

Ég virðist vera frekar seinheppinn þessa dagana. För det första þá tóku allar mýflugur Skaufahrepps sig saman í grillveislunni í fyrrakvöld og beinlínis átu á mér lappirnar. Eftir það hef ég varla getað setið kjur í meira en þrjár sekúndur vegna fruntalegs kláða. För det andra þá tókst mér fyrr í kvöld að svíða á mér hægri hendina þegar ég stakk henni sem snöggvast inn í 250°C heitan ofn sem innihélt franskar kartöflur sem við halez höfðum í huga að snæða. Þannig að núna berjast kláðinn á löppunum og sviðinn á hendinni grimmilega um athygli mína. Ef þetta er ekki hið mesta krapp, þá veit ég ekki hvað er.

5.6.02

Óðurinn til freðninnar

Í dag er ég svo freðinn
svo freðinn
svo freðinn
ég er svo ofsa freðinn
sem aldrei var ég fyrr.
Villi duglegi
Aldeilis höfðingjaleg og frábær rapportering hjá Villa í gær. Efast ég ekki um það að dyggir lesendur krappsins hafi setið sem límdir við tölvuskjáinn í allt gærkveldi að fylgjast með gangi mála.



Hægt er að sjá nokkrar fruntanlega myndir með því að klikka á myndina af skaufadeild kreppatíkrapps hér að ofan.

Ef að það er ekki nóg fyrir ykkur er einnig hægt að niðurhlaða stuttu myndskeiði af Villa að spila 10.000...með nýja trademark svipinn sinn.

4.6.02

Grillendir

Ætli rapporteringu frá grillkveldi fari ekki að ljúka innan tíðar. Eitt er víst að vökul augu Krappetíkrapps munu monitora Ísrael til að tryggja að vonda Keisaraveldioð nái ekki völdum. Fokkmí, of mikið Stafrófs og of lítill svefn.
"Hrafnkeli vísað úr landi í Ísrael"-krapp

Mmmkeeii, moggafartarnir eru alltént farnir að beygja nafnið rétt. Oss þætti gaman að vita hvers konar "mannúðarstörf" Melli var að vinna í Ísrael svo það væri hægt að taka almennilega afstöðu í málinu. Ég treysti öngvu að síður dómgreind Hranfketils (hnjéhnjé) eitthundrað prósent.
Ánefakrapp

Án efa var án efa einum of oft notað í síðasta krappi.
Halezkrapp

Halez er nú einn eftir í íbúðinni minni. Hvernig ætli þetta eigi eftir að enda? Notendur Krappetíkrapps mega án efa eiga vona á erótískum myndum frá náttfatapartíi því sem án efa er í uppsiglingu.
Krappetíkrappkrapp

Einn hefur ævinlega eitthvað fram að færa, fjandakornið hafi það.
Mjápixkrapp

Mjámjá, eftir síðustu færslu leystist geimið upp í einkasamkvæmi Skaufadeildar Krappetíkrapps, sem fór þó fram undir berum himni. Samkvæmið það þótti hið mesta krapp, og því höfum ég og halez endað að heimili mínu, öllum án efa til mikillar vanþóttar.
Grillkristikrapp

Nú fer grillgeimið að leysast upp í einhverja kristilega samkomu, þökk sé takmarkaðri gítarkunnáttu minni. Meira krappið.
Kubbagrillkrapp

Lið Krappetíkrapps var hamsað í þjóðaríþrótt Svíafíblanna, Kubbaspelinu, og sennilega ekki ástæða til annars. Nú stendur yfir villt tíuþúsund (teningaspil) undir berum himni, og eru vonir bundnar við að Krappetíkrappið standi sig betur í þeim pakka. Krappetíkrappsigur ætti fræðilega séð að verða að veruleika, þar sem Krappetíkrappið þekur þrjá fjórðu af keppendum í peningaspilinu. Sá fjórði er Mummi bekkjarfélagi. Hann er fyrir það helst frægur að hafa étið 890 gramma nautasteik og 400 grömm af kartöflusalati og ennþá verið svangur:



Og á meðan ég man, Krappetíkrappíið segir "happí fissjíng" við Húgó.


Grillkubbakrapp

Nú er grillinu lokið og fólk farið að spila hina perralegu sænsku þjóðaríþrótt, Kubbaspel. Verst er að enginn virðist kunna reglurnar, en ég gæti vel trúað þessum Svíadjöflum til að spelið eigi að vera þannig. Frekari öppdeit seinna meir.

Grillkrapp, pt. 2

Enn sem komið er hefur grillkrappsþriðjudagsfyllerí Skaufadeildar Krappetíkrapps farið tiltölulega friðsamlega fram, þannig að aðdáendur geta verið rólegir enn um sinn.
Grillkrapp

Eftir approx. 6 mínútur mun brjálað grillgeim hefjast hjá Skaufadeild Krappetíkrapps. Það verður án efa dokjumenterað í þaula frá öllum mögulegum sjónarhornum þannig að haldið ykkur vel stilltum á krapp.blogspot.com til að fá frekari upplýsingar.

Sem smá upphitun þá presenteras hér með veðrið í dagsleginu:



Svona eiga þriðjudagar að vera.
Versta designblætið

Alltaf hressandi að heimsækja Dagnýju og tékka á nýja lúkkinu. Það eru ekki miklar ýkjur að ef síðan er látin hvíla í ca. 5 mínútur og síðan endurnærð (gott orð yfir "refresh" eller hur) þá eru allar líkur á því að nýtt og heitt útlit mæti notandanum. Fraukan atarna er sko með þokkalegt designblæti. Eins og sést á þessari fruntalega ergónómísku litasamsetningu á Krappetíkrappinu þá örlar einnig eilítið á slíku blæti hjá mér, þó ég verði seint mikill spámaður í þeim efnum.

3.6.02

Ekkertaðgerakrapp



Í tilefni af því að ég hef ekkert að gera þá get ég minnst á það að ég skellti mér á Annan Kafla Stafrófs: Einræktúngarnir láta til skara skríða í annað sinn, og dró í þetta skiptið hinn einræmda "stafrófs-er-nú-bara-krapp"-mann halez með mér svo að hann gæti einnig fengið að upplifa krappið. Myndin var náttúrulega ekki alveg eins mikið rokkogról í þetta skiptið enda ég ekki eins mikil stafrófsjómfrú og áður. Ég átti aðeins auðveldara með að tapa mér í væmninni, en hún rokkaði öngvu að síður feitara en andskotinn. Sem frekara dæmi um það þá þótti halez hún meiraðsegja með betri Stafrófsmyndum og hreinlega hin ágætasta skemmtun. Það er mikið sagt.
Beygingarkrapp

Hvaða árátta er þetta hjá netmogganum að segja í sífellu að ísraelskrappið sé að íhuga að "gefa út ákæru á hendur Hrafnkatli"? Má vera að þetta nafn sé komið af "Hrafnketill", en þetta er varla rétt beyging í núleginu, eller? Þessir moggafartar geta sennilega ekki tekið fingurinn úr fortíðarrassgatinu frekar en endranær og neita að þróast með málinu.

Nýja krappetíkrapplúkkið er samt sem áður ákaflega fruntalegt...
Hversdagsblætiskrapp

Ég færi miklar gleðifregnir fyrir þá sem eru með blæti fyrir hversdagslegri tilveru Skaufabæjardeildar Krappetíkrapps. Halez hélt nefnilega áfram fruntalegri dokjúmenteríngu sinni um helgina, og á webbplatsi hans má meðal annars berja augum knattspyrnuiðkun, mastermændspilun og fyllerí. Með öðrum orðum svona týpísk djammogberbrjóstagellur.com síða.

Hér er smakkpróf úr leik Sverje og England, þarna eru tjallarnir að skora okkur Krappetíkrappmanna til mikillar ánægju (enda þolum við ekki svensklenska íþróttaiðkendur).



Almannavarnakrapp

Rétt í þessu voru almannavarnaflautur Skaufabæjar keyrðar á fullum styrk. Þetta getur þýtt eitthvað af eftirtöldu:

a) Rússarnir eru að koma.
b) Klukkan var þrjú að eftirmiðdegi fyrsta dags júnímánaðar.

Á svona stundum prísa ég mig sælan að hafa kjarnorkusprengjuvarnarbyrgi í kjallaranum.

Og þess má einnig geta að interfeis krappetíkrappsins hefur verið stórlega uppfært eins og sést á dálkinum hérna til hægri. Þar er numera hægt að berja augum lista yfir þá sem leyfi hafa til að tjá sig á þessu krappi (þó þeir geri það í mismiklum mæli), svo og er boðið upp á krækjur (víva Sverrir Páll) yfir á annað krapp sem á einhvern hátt þóknast (eða ekki þóknast) meðlimum Krappetíkrapps.
Baráttukrapp

Mjá, Melli fær að sjálfsögðu massívar baráttukveðjur frá Krappetíkrappinu, og sendum við honum hérmeð hlýja strauma suður á bóginn.