rAwK-krapp
Ég skellti ég mér á Foo og Queens í viðleitni minni við að bæta að einhverju leyti upp fyrir þennan hrottalega álitshnekk sem ég varð fyrir í heimi þungarokksins við að fara á ónefnt 80's fest í síðustu viku (gæti mögulega bjargað mér endanlega frá grimmilegri refsingu ef Maiden-Addi verður kominn með báðar hendur í fatla næst þegar ég hitti hann). Ég hlýt nú samt að fá smá uppreisn æru fyrir þær sakir að þetta var nú í fjórða skipti sem ég sá Foo á tónleikum. Mér fannst þeir reyndar betri þegar þeir komu síðast, en þetta var nú samt hið magnaðasta rock och roll. Hefðu nú samt mátt taka "alvöru" útgáfu af Everlong. Þó var gaman að heyra This is a call og New way home. Og My hero var einn af hápunktunum som vanligt. Hanna litla fékk ekki að fara með mér í þetta skiptið, en fékk þó að heyra Everlong þökk sé Pósti og síma. Davíð Grohl náði því að bræða ung meyjarhjörtu um allt land með þeim slagara.
Svo ég haldi nú áfram með frænda-þemað sem hefur verið ríkjandi að undanförnu, þá upplýsist það hér með að það var Sponni frændi en ekki Vari frændi sem fór með mér á tónleikana. Annar þeirra verður því alvarlega að fara að hugsa sinn gang hvað frænd-leika varðar ef viðkomandi á ekki að heltast úr lestinni. Einn morfín-mettaður pistill upp á 1500 orð gæti mögulega gert leikinn spennandi aftur.
7.7.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)