21.10.06

Kramer-krapp

Var að hræra í einhverjum gömlum hörðum diski og fann þar meðal annars heimasíðuna "www.nett.is/~vilst" sem var óvéfengjanlegur miðpunktur veraldarvefsins um miðbik árs 1997. Í þeim pakka var mjög hressandi síða sem ég tileinkaði persónu Kramers úr Seinfeld þáttunum. Krýningardjásn hennar var hrúga af myndum þar sem ég hafði dundað mér við að (óaðfinnanlega) fótósjoppa Kramer inn á ýmis mikilvæg augnablik í mannkyns- og menningarsögu heimsins. Til dæmis var hann bæði viðstaddur embættistöku Lyndons B. eftir Kennedy morðið og kumpánlegan fund Fídels Castro og aðalritara Sovétríkjanna Nikítu Krútsjéf (sem er kannski ekki furðulegt miðað við að hann virðist líka hafa tekið virkan þátt í rússnesku byltingunni). Og hann hitti bæði Elvis og Ástþór Magnússon. Svakalegt? Smellið á Hans Óla til að upplifa dýrðina.

19.10.06

Hvammstangakrapp II

Núna stend ég í ströngu við að pressa buxurnar mínar og vaxa tærnar fyrir fyrirhugaða Kaupmannahafnarferð um þarnæstu helgi. Eina vafaatriðið sem eftirstendur er hvernig ég eigi að koma mér suður í flugið (það byrjar beint flug til Köben héðan helgina eftir að ég fer en ég vissi auðvitað ekki af því þegar ég var að plana þetta). Það vill svo skemmtilega til að ég hef einstaklega vafasama reynslu af því að ferðast í bíl á milli Ak og Rvk akkúrat á þessum árstíma, og því þarf ég að spyrja: vil ég virkilega gera það að árlegum viðburði að halda upp á afmælið mitt í félagsheimilinu á Hvammstanga? Flugið er sennilega öruggari kostur upp á veðrið að gera, og ef ég verð veðurtepptur á leiðinni þá verður það allavega ekki aftur á Hvammstanga.

Birti hérna tvær "delíted scíns" úr þessari hressandi Hvammstangaferð, fyrri myndin sýnir vel þá vitfirringu sem aðeins er hægt að finna í augum manns sem hefur verið fastur í bíl sínum í hátt í 2 klukkutíma, seinni myndin sýnir svo afmæliskökuna sem Amma Blandon bakaði handa mér við komuna til siðmenningarinnar og ég var ekki lengi að skófla í mig.





Í lokin ætla ég að deila einu með æstum lesendum sem ég veit í dag en vissi ekki í gær (og þar af leiðandi ekki heldur æstir lesendur), sem er að ég virðist vera búinn að þróa með mér ofnæmi fyrir hamborgarakryddi sem er komið meira en 2 ár fram yfir síðasta söludag. Ef það eru ekki gagnlegar upplýsingar, ja þá hvað? Edit: Hinn möguleikinn er að ég sé kominn með ofnæmi fyrir kettinum. Hólí krapp, þá vona ég frekar að það sé kryddið.

17.10.06

Afnotagjaldakrapp

Það að borga ekki afnotagjöldin af sænsku ríkissjónvarpi er að sjálfsögðu pönishjabúl bæ deþþð (eða spenkíng). Þá skiptir engu máli hversu mikill fátækur námsmaður viðkomandi er.

Ég annars sakna þess að finna kaldar svitaperlur spretta fram á ennið í hvert skipti sem einhver bankar ákveðið að dyrum (þ.e. ef það hafði spurst út á kampus að Radiotjänst Kiruna væri með rassíu í bænum) og þurfa að geta dulbúið sjónvarpið sem fiskabúr eða bakaraofn með nokkurra sekúndna fyrirvara. Gerði óneitanlega lífið meira spennandi.

Reyndar eru Svíar svo pólítíkallí korrekt að það þurfti alltaf að tilkynna fyrirfram hvar og hvenær yfirvöld myndu vera með hert afnotagjaldaátak, á síðu 666 í textavarpinu . Þeir gerðu reyndar fátækum íslenskum námsmönnum erfitt fyrir að fylgjast með þessu þar sem það stóð bara "Skövde vecka 47", og að sjálfsögðu tók hver sjálfs-virðandi íslendingur ekki í mál að aðlaga sig að þessu helv... vikusýstemi þeirra og vissi því aldrei hvenær vika 47 stóð yfir.