8.5.07

Bröllops-krapp

Undanfarið hefur gætt talsverðrar lægðar í birtingu mynda af hressu og skemmtilegu fólki að geifla sig á Krappetíkrappinu. Hér verður gerð bragarbót á því með þessu geiflmynda-extravaganza úr suðurnesja-brúðkaupi hjónanna Rúnars Leifssonar og Brynhildar Þórðardóttur. Vonandi fellur extravaganzað vel í kramið. Ókrýndur geifl-meistari dagsins var Kjartan Sigtryggsson. Að launum býðst honum að leggja æru sína að veði og skora aðalritara Krappetíkrappsins á hólm í hinu margrómaða borðspili "Lost valley of the dinosaurs".